Slit á fremra krossbandi – hvað skiptir máli varðandi forvarnir?

Valgeir Viðarsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Slit á fremra krossbandi eru meiðsli sem hafa töluverð áhrif á hvern þann íþróttamann sem lendir í slíku. Löng fjarvera frá íþróttinni, mikill kostnaður og mögulega sálræn og félagsleg vandamál geta verið fylgifiskar slíkra meiðsla. Í yfirlitsgrein Sadoghi, von Keudell og Vavken (2012) kemur fram að lækka má tíðni krossbandaslita hjá íþróttafólki með mismunandi æfinga­ áætlunum 1. Þrátt fyrir mikinn fjölda rannsókna á undanförnum árum til að finna út helstu áhættuþætti og hvers konar æfingar stuðla helst að forvörnum gegn þessum meiðslum, þá hefur engu að síður verið sýnt fram á aukningu á slitum meðal áhugaíþróttafólks2 . Því er ljóst að sú þekking sem aflað hefur verið með rannsóknum er ekki að skila sér í langtíma árangri þegar koma á þekkingunni í verk.1
Original languageIcelandic
JournalSjúkraþjálfarinn
Publication statusPublished - 2015

Other keywords

  • Íþróttameiðsli
  • Forvarnir
  • Anterior Cruciate Ligament
  • Wounds and Injuries
  • Athletic Injuries/prevention and control

Cite this