Skyndiframfarir í sálrænni meðferð

Auður S. Þórisdóttir, Andri S. Björnsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Með skyndiframförum (e. sudden gains) í sálrænni meðferð er átt við skyndilega og mikla lækkun á geðrænum einkennum skjólstæðings frá einum meðferðartíma til annars. Þessar skjótu framfarir fela oft í sér meira en helming þess heildarbata (t.d. lækkun einkenna á sjálfsmatskvarða) sem verður í meðferðinni. Einstaklingar sem sýna slíkar framfarir ná oft meiri árangri í meðferðinni en þeir sem sýna framfarir hægt og sígandi. Rannsóknir á skyndiframförum gætu því varpað ljósi á það hvernig sálræn meðferð leiðir helst til árangurs. Í þessari grein er veitt yfirlit um rannsóknir á skyndiframförum og rætt um þá aðferðafræðilegu annmarka sem hafa hrjáð þær. Gerður verður samanburður á skyndiframförum og öðrum algengum mynstrum í meðferð; snemmbúinni svörun (e. rapid early response) og þunglyndistoppum (e. depression spikes). Í lok greinar eru settar fram vangaveltur um hvaða lærdóma megi draga af þessum rannsóknum og hvernig best væri að rannsaka skyndiframfarir
Sudden gains in psychotherapy are characterized by large improvements between adjacent treatment sessions. Some studies have found that sudden gains account for the majority of participants´ total symptom improvements and that they predict better treatment outcomes. Research on sudden gains could provide important insights into the mechanisms of change in psychotherapy with implications for enhancing treatment effectiveness. However, research findings have been inconclusive as to why and how sudden gains occur. In this paper, we review research on sudden gains, discuss methodological shortcomings that have impeded sudden gains research and compare sudden gains to other common change patterns; rapid early response and depression spikes. In conclusion, we offer suggestions for future research on sudden gains.
Original languageIcelandic
JournalSálfræðiritið
Publication statusPublished - 2016

Other keywords

  • Þunglyndi
  • Meðferð
  • Endurgjöf
  • Psychotherapy
  • Depression/therapy

Cite this