Abstract
Nýgengi skorpulifrar á Íslandi er hið lægsta sem þekkist meðal vestrænna þjóða. Rannsókn fyrir tímabilið 1950-1990 sýndi að nýgengi var að meðaltali 4,8 tilfelli árlega fyrir 100.000 íbúa (1). Á árunum 1994-2003 var nýgengi 3,4 sem er 4-6 sinnum lægra en hjá flestum öðrum vestrænum þjóðum (2). Skorpulifur er endastig margra ólíkra sjúkdóma en meðal vestrænna þjóða er alkóhólismi langalgengasta orsökin (50-70%) og næst á eftir kemur lifrarbólga C (8-12%), en ef þessir sjúkdómar fara saman þá margfaldast skaðsemin. Lifrarbólga C er nýr sjúkdómur á Íslandi, mest bundin við fíkniefnaneytendur og alls hafa um 1100 einstaklingar greinst með lifrarbólgu C á Íslandi. Í þessu tölublaði Læknablaðsins er grein um 97 einstaklinga úr þessum hópi sem fóru í lifrarsýnatöku og var könnuð bólguvirkni og bandvefsmyndun og tengsl við klíníska þætti. Um 73% sjúklinga höfðu enga/mjög væga bólgu og 86% voru með enga/mjög væga bandvefsmyndun og einungis fjórir höfðu skorpulifur. Þessi lága tíðni er ekki alveg óvænt þar sem meðgöngutími skorpulifrar er 10-30 ár og flestir höfðu verið sýktir í minna en 10 ár.
Original language | Icelandic |
---|---|
Journal | Læknablaðið |
Publication status | Published - 1 Jan 2008 |
Other keywords
- Áfengisneysla
- Lifrarbólga
- Skorpulifur
- LBL12
- PubMed - in process
- Hepatitis C