Skjaldkirtilskrabbamein á Íslandi : faraldsfræði og þættir sem hafa áhrif á horfur sjúklinga með sérstöku tilliti til flæðigreiningar

Jón Hrafnkelsson, Jón Gunnlaugur Jónasson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

All malignant primary tumours of the thyroid gland in Iceland during the 36 years 1955 to 1990 were studied. In all 494 thyroid carcinomas were diagnosed during that period. A considerable increase in the reported incidence of thyroid cancer was noted around 1965 and a decline around 1980. These changes are mainly due to variability in incidence of papillary carcinomas in females. The survival rate corrected for intercurrent death was similar for both papillary and follicular carcinomas. During the observation period there was a decline in mortality rate for this disease. In this study we also analysed if DNA-ploidy status and S-phase fraction had an effect on the prognosis of patients with carcinoma of the thyroid gland. By analysing tumour material from paraffin blocks we were able to evaluate the ploidy status in 424 tumours and S-phase value in 417 tumours. Univariate analysis showed that both the ploidy status and the S-phase fraction gave significant values. When taking into account known prognostic variables of thyroid carcinoma in a multivariate analysis neither the ploidy status nor the S-phase value proved significant.
Öll illkynja æxli í skjaldkirtli á Íslandi á 36 ára tímabili 1955-1990 voru skoðuð. Alls greindust 494 krabbamein á þessu tímabili. Nýgengi þessa sjúkdóms hækkaði kringum 1965 en hefur aftur lækkað eftir 1980. Þessar sveiflur eru aðallega vegna breytinga á nýgengi totukrabbameina hjá konum. Lífshorfur sjúklinga með totukrabbamein og skjaldbúskrabbamein voru svipaðar. Á athugunartímabilinu var lækkun.á dánartíðni vegna skjaldkirtilskrabbameina. Í þessari rannsókn var einnig athugað hvort DNA- innihald og S-fasa hlutfall æxlisfrumna auki nákvæmni við mat á horfum sjúklinga með skjaldkirtilskrabbamein. Með því að mæla æxlisvef frá paraffínkubbum fengust niðurstöður úr DNA-mælingum hjá 424 sjúklingum og S-fasa mælingum hjá 417 sjúklingum. Í einþátta greiningu hafa bæði DNA-innihald og S-fasi marktæk áhrif á lífshorfur. Aftur á móti sýna þessir þættir ekki marktæk áhrif á lífshorfur skjaldkirtilskrabbameinssjúklinga ef fjölbreytugreining Cox er notuð og viðurkenndir áhættuþættir settir inn í líkanið.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Nov 1994

Other keywords

  • Skjaldkirtill
  • Krabbamein
  • Erfðir
  • Thyroid Neoplasms
  • Thyroid Gland

Cite this