Skipulagsform íslenskra fyrirtækja

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Markmið þessarar greinar er í fyrsta lagi að kanna hvaða skipulagsform (skipurit) eru við lýði í íslenskum fyrirtækjum. Í öðru lagi er markmiðið að kanna áhrif stærðar fyrirtækja og rekstrarumhverfis á skipulag þeirra. Greinin byggir á
niðurstöðum netkönnunar sem framkvæmd var af Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri. Svör bárust frá 222 fyrirtækjum (46% svörun). Niðurstöður benda til að stærð fyrirtækjanna hafi mjög mikil áhrif á marga þætti skipulags. Stærri fyrirtækin eru formlegri, sérhæfðari og hafa frekar starfslýsingar. Þau hafa einnig oftar samþykkt stjórnskipulag, eru skipulögð í anda fléttuskipulags, og hafa þrjú eða fleiri
stjórnþrep. Rekstrarumhverfi fyrirtækja hefur áhrif með þeim hætti að starfaskipulag er algengara í stöðugu rekstrarumhverfi og einnig eru fyrirtæki í óstöðugu umhverfi óformlegri en önnur fyrirtæki. Enginn munur kom fram varðandi skipulag framleiðslu- og þjónustufyrirtækja, en þau síðarnefndu hafa hærra hlutfall
háskólamenntaðra starfsmanna. Þörf er á frekari rannsóknum á skipulagi til að efla íslenskt atvinnulíf og tryggja varanlegan árangur fyrirtækja.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)5-26
Number of pages22
JournalTímarit um félagsvísindi
Volume2
Issue number1
Publication statusPublished - 2008

Other keywords

  • Organizational structure
  • Organizational charts
  • External enviroment
  • Iceland

Cite this