Skimunarprófið Námsumhverfi framhaldsskólanema. Fyrirlögn, greining og stuðningur

Translated title of the contribution: Students’ upper secondary school environment. Administration, results and support]

Kristjana Stella Blöndal, Hrönn Baldursdóttir

Research output: Other contribution

Abstract

Skimunarprófið „Námsumhverfi framhaldsskólanema" er hannað fyrir náms- og starfsráðgjafa til að auðvelda þeim að skilgreina þá nýnema sem eru í hættu á slökum námsárangri og brotthvarfi og meta hvers konar stuðningur er vænlegur til árangurs fyrir ólíka nemendur. Skimunarprófið var hannað af Kristjönu Stellu Blöndal og byggir á þeirri þekkingu sem hefur orðið til í bæði íslenskum og erlendum rannsóknum á brotthvarfi.

Skimunarprófið samanstendur af sextán þáttum sem rannsóknir benda til að séu annað hvort áhættuþættir eða verndandi þættir þegar kemur að námi. Þættirnir eru flokkaðir í þrjá flokka: 1) þættir sem snúa að núverandi skóla og námi; 2) þættir er varða fyrri skólagöngu; og 3) samskipti við foreldra og þátttaka foreldra í námi nemenda. Í desember 2017 var gefin út handbók fyrir notendur prófsins.
Translated title of the contributionStudents’ upper secondary school environment. Administration, results and support]
Original languageIcelandic
TypeScreening test
Media of outputMælitæki og handbók
PublisherFélagsvísindastofnun HÍ
Place of PublicationReykjavík
Publication statusPublished - 2018

Cite this