Abstract
Skimunarprófið „Námsumhverfi framhaldsskólanema" er hannað fyrir náms- og starfsráðgjafa til að auðvelda þeim að skilgreina þá nýnema sem eru í hættu á slökum námsárangri og brotthvarfi og meta hvers konar stuðningur er vænlegur til árangurs fyrir ólíka nemendur. Skimunarprófið var hannað af Kristjönu Stellu Blöndal og byggir á þeirri þekkingu sem hefur orðið til í bæði íslenskum og erlendum rannsóknum á brotthvarfi.
Skimunarprófið samanstendur af sextán þáttum sem rannsóknir benda til að séu annað hvort áhættuþættir eða verndandi þættir þegar kemur að námi. Þættirnir eru flokkaðir í þrjá flokka: 1) þættir sem snúa að núverandi skóla og námi; 2) þættir er varða fyrri skólagöngu; og 3) samskipti við foreldra og þátttaka foreldra í námi nemenda. Í desember 2017 var gefin út handbók fyrir notendur prófsins.
Skimunarprófið samanstendur af sextán þáttum sem rannsóknir benda til að séu annað hvort áhættuþættir eða verndandi þættir þegar kemur að námi. Þættirnir eru flokkaðir í þrjá flokka: 1) þættir sem snúa að núverandi skóla og námi; 2) þættir er varða fyrri skólagöngu; og 3) samskipti við foreldra og þátttaka foreldra í námi nemenda. Í desember 2017 var gefin út handbók fyrir notendur prófsins.
Translated title of the contribution | Students’ upper secondary school environment. Administration, results and support] |
---|---|
Original language | Icelandic |
Type | Screening test |
Media of output | Mælitæki og handbók |
Publisher | Félagsvísindastofnun HÍ |
Place of Publication | Reykjavík |
Publication status | Published - 2018 |