Skýrsla eftirlitsnefndar með lánum með ríkisábyrgð: skv. ákvæði til bráðabirgða II í lögum um ríkisábyrgðir, nr. 121/1997, sbr. lög um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 38/2020.

Ásta Dís Óladóttir, Kristrún Heimisdóttir, Einar Páll Tamimi

Research output: Book/ReportCommissioned report

Abstract

Skýrsla þessi er gerð af eftirlitsnefnd með framkvæmd viðbótarlána og stuðningslána með ríkisábyrgð.
Skýrslan er sú fyrsta í röð skýrslna sem nefndinni er ætlað að skila ráðherra á sex mánaða fresti á
skipunartíma sínum, þeirri fyrstu fyrir 1. nóvember 2020.
Eftirlitsnefndina skipa eftirfarandi nefndarmenn:
Einar Páll Tamimi, formaður, skipaður án tilnefningar;
Ásta Dís Óladóttir, skipuð eftir tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins;
Kristrún Heimisdóttir, skipuð eftir tilnefningu forsætisráðherra.
Eftirlitsnefndin starfar samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögum um ríkisábyrgðir nr. 121/1997, sbr.
21. gr. laga nr. 38/2020.
Í fyrrnefndu greininni, sem leiðir í lög um ríkisábyrgðir nr. 121/1997 ákvæði nr. II til bráðabirgða, segir
um nefndina að ráðherra skipi hana til að hafa eftirlit með framkvæmd þess ákvæðis. Nefndarmenn
skuli hafa þekkingu á málefnum fjármálamarkaða. Forsætisráðherra tilnefni einn nefndarmann,
samstarfsnefnd háskólastigsins einn og skuli einn, formaður nefndarinnar, skipaður án tilnefningar. Þá
segir að nefndin geti kallað eftir upplýsingum og gögnum um framkvæmd samnings ráðherra og
Seðlabanka Íslands bæði frá Seðlabankanum og hlutaðeigandi lánastofnunum. Nefndin skuli skila
ráðherra skýrslu um framkvæmdina á sex mánaða fresti, í fyrsta sinn fyrir 1. nóvember 2020, en
jafnframt skuli hún upplýsa ráðherra án tafar ef hún verður vör við brotalamir í framkvæmdinni.
Nefndarmenn séu bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Í síðarnefndu greininni segir að nefnd sem ráðherra skipi samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögum
um ríkisábyrgðir nr. 121/1997, hafi eftirlit með framkvæmd kafla laganna um stuðningslán, þar á
meðal samninga ráðherra við Seðlabanka Íslands og samninga Seðlabankans við lánastofnanir. Ákvæði
bráðabirgðaákvæðisins um upplýsingarétt nefndarinnar, skýrsluskil, upplýsingaskyldu við ráðherra og
þagnarskyldu eigi við að breyttu breytanda um eftirlit samkvæmt greininni.
Í skipunarbréfi fjármála- og efnahagsráðherra, dags. 29. apríl 2020, segir meðal annars að nefndinni sé
ætlað að hafa almennt eftirlit með framkvæmd viðbótarlána með ábyrgð ríkissjóðs bæði af hálfu
Seðlabanka Íslands og hlutaðeigandi lánastofnana. Skyldur Seðlabankans komi einkum fram í samningi
hans og ráherra og skyldur lánastofnana í samningum sem Seðlabankinn gerir við einstaka
lánastofnanir og endurspegla samning Seðlabankans og ráðherra. Þá kemur fram í skipunarbréfinu að
við ritun þess liggi fyrir Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráherra til laga um fjárstuðning við minni
rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Í 19. gr. frumvarpsins sé lagt til að sömu eftirlitsnefnd
verði falið að hafa eftirlit með framkvæmd lánastofnana á stuðningslánum samkvæmt frumvarpinu.
Verði frumvarpið samþykkt óbreytt að þessu leyti aukist verkefni nefndarinnar og við bætist eftirlit
með framkvæmd stuðningslána. Eins og fyrir liggur var frumvarpið samþykkt sem lög nr. 38/2020.
Að mati nefndarmanna er nefndin ekki stjórnvald og tekur ekki ákvarðanir um réttindi og skyldur neins
þeirra aðila sem henni er ætlað að hafa eftirlit með. Það er ráðherra og eftir atvikum löggjafans að
bregðast við skýrslum og ábendingum nefndarinnar eftir því sem þeir kunna að telja tilefni til.
Ákvæði til bráðabirgða II í lögum um ríkisábyrgðir nr. 121/1997 og ákvæði 21. gr. laga nr. 38/2020 eru
nokkuð ólík hvað eftirlitssvið nefndarinnar varðar. Í fyrrnefnda ákvæðinu kemur fram að
eftirlitsnefndinni sé ætlað að hafa eftirlit með framkvæmd þess án sérstakra takmarkana, þó svo
ákveðnar takmarkanir leiði af öðrum lögum. Síðarnefnda ákvæðið er hins vegar beinskeyttara hvað
varðar eftirlitssvið nefndarinnar, en þar segir að hún hafi eftirlit með framkvæmd kafla laganna um
Original languageIcelandic
PublisherSkrifstofa Alþingis
Number of pages39
Publication statusPublished - Oct 2020

Cite this