„Skóli er greinilega ekki fyrir mig, ég er bara ekki gerður fyrir skóla“ : upplifun fósturbarna af skólagöngu

Kristín Sigfúsdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Markmið rannsóknarinnar er að túlka sjónarmið barna sem dvalist hafa fjarri fjölskyldum sínum og draga fram þá þætti í skólastarfinu sem þau telja að skipti mestu máli fyrir velferð þeirra í grunnskóla. Sérstaklega veður horft til reynslu þeirra af móttöku, námsframvindu, viðmóti og samskiptum. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að þau upplifa oft erfiða skólagöngu sem hætt er við að marki líf þeirra ævilangt. Tekin voru viðtöl við sex einstaklinga sem höfðu verið vistaðir hjá fósturfjölskyldum, oft fleiri en einnig og /eða á meðferðarheimilum þegar þeir voru á grunnskólaaldri. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að það skiptir þessi börn miklu máli að fá að koma inn í grunnskóla á sömu forsendum og aðrir. Þau fái að stunda nám með öðrum börnum og að þau séu ekki eyrnamerkt með einhverjum hætti. Stærð skóla skiptir þau máli og hefur reynsla þeirra sýnt að mun auðveldara sé fyrir þau að eiga góð samskipti við starfsfólk og nemendur í fámennari skólum.
Original languageIcelandic
JournalGlæður: Fagtímarit F.Í.S.
Publication statusPublished - 2018

Cite this