Skálduð skinn: Af Kvermin á Nýju Gíneu

Research output: Book/ReportBookpeer-review

Abstract

Viðfangsefnið hér er Kvermin-fólkið í fjöllum Nýju-Gíneu. Höfundur dvaldi þar á árunum 1993-1995 við mannfræðirannsóknir. Sagt er frá lífsbaráttu Kvermin í umhverfi regnskógar og lífsskilningi þeirra eins og hann kemur fram í upprunasögum, alheimsmynd og þroskavígslum. Sagt er frá átökum fyrri tíma og þeim breytingum sem hafa orðið á högum fólks með vestrænum áhrifum. Bókin greinir einnig frá fræðilegri afstöðu höfundar, rekur hvernig áhugi á kenningum um skynjun varð til þess að hann fór á þennan afskekkta stað og tók að beina athyglinni að hugmyndum Kvermin um tengsl milli þekkingar og húðar. Þessi bók er í senn etnógrafía og fræðileg ferðasaga. (Heimild: Bókatíðindi)
Original languageIcelandic
PublisherReykjavík: Háskólaútgáfan
Number of pages293
ISBN (Print) 9789979548911
Publication statusPublished - 2010

Cite this