Abstract
Sjálfsprottin heilavefsblæðing (spontaneous intracerebral hemorrhage) er blæðing inn í heilavefinn án þess að um ytri áverka sé að ræða. Milli 10 og 15% allra heilablóðfalla stafa af henni. Árlega veikjast um 30-50 einstaklingar af heilavefsblæðingu á Íslandi. Dánartíðnin er afar há (30 daga dánartíðni er 25-50%). Háþrýstingur er algengasta orsökin en ávallt ber að hafa í huga sértækari orsakir, sér í lagi hjá yngra fólki. Ekki hefur verið sýnt fram á árangur af skurðaðgerðum nema í sérstökum tilvikum eins og stórum blæðingum í litlaheila. Hins vegar er afar mikilvægt að sjúklingar með heilavefsblæðingu séu vistaðir á gjörgæsludeildum eða heilablóðfallseiningum þar sem viðhaft er nákvæmt eftirlit með vökustigi, taugaeinkennum, blóðþrýstingi og vökvabúskap. ---------------------------------- Spontaneous intracerebral hemorrhage occurs when a blood vessel within the brain parenchyma ruptures without a near related trauma. It is the second most common form of stroke, accounting for approximately 10% to 15% of new strokes. The 30 day mortality is very high (25-50%). Hypertension is the most common cause. Unfortunately, surgery has not proven to be helpful except in certain exceptions such as in large cerebellar hemorrhage. Nonetheless, it is very important that patients with ICH are admitted to an intensive care or a stroke unit with close surveillance of consciousness, focal neurologic symptoms, blood pressure and fluid balance.
Original language | Icelandic |
---|---|
Journal | Læknablaðið |
Publication status | Published - 2013 |
Other keywords
- Heilinn
- Háþrýstingur
- Dánartíðni
- Áhættuþættir
- Cerebral Hemorrhage*/diagnosis
- Humans
- Prognosis
- Risk Factors
- Rupture, Spontaneous
- Stroke*/diagnosis
- Time Factors
- Cerebral Hemorrhage*/etiology
- Cerebral Hemorrhage*/mortality
- Cerebral Hemorrhage*/therapy
- Hypertension/complications
- Stroke*/etiology
- Stroke*/mortality
- Stroke*/therapy