Abstract
With increasingly advanced life-prolonging technology, the issue of when and how treatment should be limited becomes ever more important. To shed a light on the views of Icelandic physicians and registered nurses a survey was conducted at the Reykjavik Hospital and the National University Hospital. A questionnaire was sent to 184 doctors and 239 nurses. They were asked to respond to several ethical dilemmas regarding limitation of treatment at the end of life. Special emphasis was placed on respect for the patient's autonomy and communication. There were 234 (55%) answers retrieved. The general view was that one should respect patient's autonomy and honor the wish to deny life-prolonging measures. Cost could be an issue in such decisions according to 35% of physicians and 15% of nurses. Under certain conditions, euthanasia could be justified according to five (5%) physicians and 11 (9%) nurses, although only four (2%) could consider themselves as participating in such an act. The majority, 201/230 (87%), supported using written guidelines within hospitals regarding decision-making process in limiting treatment at the end of life. In a case of a dispute between patients or families and health care professionals, 49% of physicians and 84% of nurses were willing to take it to a multidisciplinary ethical committee at the hospital. In a case of a dispute between health care professionals 62% of physicians and 50% of nurses were willing to take it to the Director General of Health.
Með aukinni tækni verður sú spurning áleitin hvort ætíð sé rétt að veita alla hugsanlega meðferð. Til að varpa ljósi á afstöðu íslenskra lækna og hjúkrunarfræðinga var gerð viðhorfskönnun á Borgarspítala og Landspítalanum. Sendur var spurningalisti til 184 lækna og 239 hjúkrunarfræðinga. Spurt var um ýmis siðfræðileg álitamál er varða takmörkun meðferðar við lífslok. Sérstök áhersla var lögð á samskipti og virðingu fyrir sjálfræði sjúklinga. Svör bárust frá 234 (55 %). Það almenna við-horf kom fram, að við takmörkun "meðferðar við lífslok skuli óskir sjúklings virtar. Kostnaður gæti verið þáttur í slíkri ákvörðun að mati 35% lækna en 15% hjúkrunarfræðinga. Líknardráp gæti verið réttlætanlegt undir einhverjum kringumstæðum að mati fimm (5%) lækna og 11 (9%) hjúkrunarfræðinga, en einungis fjórir (2%) einstaklingar gætu hugsað sér að verða við slíkri ósk. Meirihluti, 2017230 (87%), er fylgjandi því að til séu skráðar leiðbeiningar innan sjúkrahúsanna um takmörkun meðferðar við lífslok. Ef upp kæmi ágreiningur milli skjólstæðinga og heilbrigðisstétta um takmörkun meðferðar voru 49% lækna og 84% hjúkrunarfræðinga tilbúin að visa honum til þverfaglegrar siðanefndar sjúkrahússins. Kæmi slíkur ágreiningur upp milli heilbrigðisstétta voru 62% lækna og 50% hjúkrunarfræðinga tilbúin að visa honum til landlæknisembættisins.
Með aukinni tækni verður sú spurning áleitin hvort ætíð sé rétt að veita alla hugsanlega meðferð. Til að varpa ljósi á afstöðu íslenskra lækna og hjúkrunarfræðinga var gerð viðhorfskönnun á Borgarspítala og Landspítalanum. Sendur var spurningalisti til 184 lækna og 239 hjúkrunarfræðinga. Spurt var um ýmis siðfræðileg álitamál er varða takmörkun meðferðar við lífslok. Sérstök áhersla var lögð á samskipti og virðingu fyrir sjálfræði sjúklinga. Svör bárust frá 234 (55 %). Það almenna við-horf kom fram, að við takmörkun "meðferðar við lífslok skuli óskir sjúklings virtar. Kostnaður gæti verið þáttur í slíkri ákvörðun að mati 35% lækna en 15% hjúkrunarfræðinga. Líknardráp gæti verið réttlætanlegt undir einhverjum kringumstæðum að mati fimm (5%) lækna og 11 (9%) hjúkrunarfræðinga, en einungis fjórir (2%) einstaklingar gætu hugsað sér að verða við slíkri ósk. Meirihluti, 2017230 (87%), er fylgjandi því að til séu skráðar leiðbeiningar innan sjúkrahúsanna um takmörkun meðferðar við lífslok. Ef upp kæmi ágreiningur milli skjólstæðinga og heilbrigðisstétta um takmörkun meðferðar voru 49% lækna og 84% hjúkrunarfræðinga tilbúin að visa honum til þverfaglegrar siðanefndar sjúkrahússins. Kæmi slíkur ágreiningur upp milli heilbrigðisstétta voru 62% lækna og 50% hjúkrunarfræðinga tilbúin að visa honum til landlæknisembættisins.
Original language | Icelandic |
---|---|
Journal | Læknablaðið |
Publication status | Published - 1 Feb 1997 |
Other keywords
- Líknardauði
- Siðfræði
- Palliative Care
- Withholding Treatment
- Right to Die
- Ethics, Medical
- Life Support Care