Abstract
Social, political and technological developments bring about change in the global society. However, it is often argued that education does not develop as rapidly and in line with these changes. This study explores how school leaders perceive their roles, power, and agency when leading change at the upper secondary school level in Iceland. School leaders’ perceptions of the interactions between actors and social structures that may facilitate or constrain change are elucidated. The study also identifies what school leaders consider to be the most significant challenges regarding educational change.
Twenty-one school leaders in nine upper secondary schools in Iceland were interviewed. Two or three school leaders were selected to be interviewed in each school in relation to the management structure the school. Schools had been selected through stratified sampling based on the school types. The data is discussed in the light of theories on institutions and organisations, institutional and organisational leadership, different response categories for macro-level demands for change, and policy enactment.
The findings show complex patterns of interactions between various actors and social structures that impact change across system boundaries of the upper secondary school level in Iceland. The predominant governing culture of upper secondary schooling fell within the institutional characteristics of education. Most of the actors were seen to protect the traditions, values, and norms in the field of education although some of them were seen to support change. The institutional governance plays a significant role in constraining change. Nevertheless, some macro-level and meso-level actors trickled the processes of deinstitutionalisation after external or internal crisis or because of other innovative ideas generated within or between the selected upper secondary schools. In this way, new ideas often travelled horizontally throughout the organisational field of the upper secondary education.
The most significant challenge identified by the school leaders when leading change was directly related to the content of academic subjects. School leaders only had partial agency and limited power to promote change in subject content. In contrast, they claimed to have considerable pedagogical leadership in relation to teaching and assessment methods. The nine participating schools enacted the policy in the 2008 legislation and the
2011 national curriculum differently, and it is evident that many self-sustained subunits were seen to be operating within the schools. The most explicit resistance to change was reported to arise from faculty members of traditional academic subjects, in particular mathematics. The school leaders usually responded either as institutional or organisational leaders depending on the issues at stake, the operating dynamics in their respective schools, or the pressure from the macro actors.
The apparent isomorphism among education systems worldwide suggests that lessons from Iceland may be valuable for the global school community, both as theoretical and practical contribution.
Á alheimsvísu einkennir mikil og hröð þróun samtímann, stjórnmálin og tæknina. Í tengslum við það færa margir rök fyrir því að menntakerfið þróist hægt og alls ekki í takti við aðrar breytingar. Þetta doktorsverkefni varpar ljósi á hvernig skólastjórnendur í íslenskum framhaldsskólum upplifa hlutverk sitt, völd og getu til aðgerða við innleiðingu breytinga. Sýn skólastjórnenda á samspil ólíkra einstaklinga, hópa og félagskerfa sem letja eða hvetja breytingar er einnig skoðuð. Rannsóknin fjallar jafnframt um hvað skólastjórnendur mátu sem sína mestu áskorunina við innleiðingu menntabreytinga. Tekin voru viðtöl við 21 stjórnanda í níu framhaldsskólum víðs vegar um landið. Skólarnir og stjórnendur voru valdir með lagskiptu tilviljanaúrtaki meðal annars út frá tegund skóla, stærð og staðsetningu. Tveir eða þrír skólastjórnendur voru valdir í hverjum skóla út frá stjórnkerfi hvers skóla. Viðtölin eru rædd í ljósi kenninga um stofnanir og skipulagsheildir, kenninga um leiðtoga stofnana annars vegar og skipulagsheilda hins vegar, kenninga um ólík viðbrögð skóla við ytri kröfum um breytingar og kenninga sem varpa ljósi á það hvort breytingar nái í gegn eða ekki. Niðurstöðurnar sýna flókið mynstur gagnkvæmra áhrifa á breytingar, milli ólíkra einstaklinga, hópa og félagskerfa, þvert á mörk framhaldsskólastigsins á Íslandi. Sú menning sem stýrir framhaldsskólastiginu fellur undir einkenni stofnana. Viðmælendur komu með dæmi sem sýndu að flestir áhrifahópar verja þær hefðir sem þar hafa skapast ásamt viðteknum gildum og viðmiðum innan menntunar, á meðan aðrir hópar studdu breytingar. Þessi stofnanastýring er sterkt afl sem á stóran þátt í að hægja á og jafnvel hindra breytingar í framhaldsskólum. Einstaka hópar úr ytra umhverfi skóla sem og innan þeirra komu af stað ferli breytinga í kjölfar ytri eða innri kreppu eða vegna hugmynda um nýbreytni. Með þessum hætti bárust nýjar hugmyndir milli framhaldsskóla. Mesta áskorunin sem skólastjórnendur fjölluðu um við innleiðingu menntabreytinga tengdist inntaki bóknámsáfanga. Þeir lýstu því yfir að þeir gætu lítil áhrif haft á inntak náms og sögðust hafa takmörkuð völd til að ýta undir breytingar á inntaki. Þeir lýstu því aftur á móti hvernig þeir hefðu umtalsverða möguleika til forystu þegar kemur að kennsluháttum og námsmati. Þeir níu framhaldsskólar sem tóku þátt í rannsókninni virkjuðu með ólíkum hætti þá stefnu sem boðuð var með lögunum 2008 og aðalnámskrá 2011. Afar skýrt kemur fram í gögnunum að margar sjálfstætt starfandi einingar voru ráðandi innan skólanna. Skólastjórnendur töldu mesta viðnámið gegn breytingum vera í fagdeildum hefðbundins bóknáms, einkum í stærðfræði. Þeir lýstu dæmum um það hvernig þeir brugðust við sem féllu ýmist undir hugmyndir um leiðtogar stofnana eða leiðtogar skipulagsheilda eftir því hvaða viðfangsefni þeir voru að fást við hverju sinni, ráðandi menningu innan skólans eða vegna utanaðkomandi þrýstings.
Á alheimsvísu einkennir mikil og hröð þróun samtímann, stjórnmálin og tæknina. Í tengslum við það færa margir rök fyrir því að menntakerfið þróist hægt og alls ekki í takti við aðrar breytingar. Þetta doktorsverkefni varpar ljósi á hvernig skólastjórnendur í íslenskum framhaldsskólum upplifa hlutverk sitt, völd og getu til aðgerða við innleiðingu breytinga. Sýn skólastjórnenda á samspil ólíkra einstaklinga, hópa og félagskerfa sem letja eða hvetja breytingar er einnig skoðuð. Rannsóknin fjallar jafnframt um hvað skólastjórnendur mátu sem sína mestu áskorunina við innleiðingu menntabreytinga. Tekin voru viðtöl við 21 stjórnanda í níu framhaldsskólum víðs vegar um landið. Skólarnir og stjórnendur voru valdir með lagskiptu tilviljanaúrtaki meðal annars út frá tegund skóla, stærð og staðsetningu. Tveir eða þrír skólastjórnendur voru valdir í hverjum skóla út frá stjórnkerfi hvers skóla. Viðtölin eru rædd í ljósi kenninga um stofnanir og skipulagsheildir, kenninga um leiðtoga stofnana annars vegar og skipulagsheilda hins vegar, kenninga um ólík viðbrögð skóla við ytri kröfum um breytingar og kenninga sem varpa ljósi á það hvort breytingar nái í gegn eða ekki. Niðurstöðurnar sýna flókið mynstur gagnkvæmra áhrifa á breytingar, milli ólíkra einstaklinga, hópa og félagskerfa, þvert á mörk framhaldsskólastigsins á Íslandi. Sú menning sem stýrir framhaldsskólastiginu fellur undir einkenni stofnana. Viðmælendur komu með dæmi sem sýndu að flestir áhrifahópar verja þær hefðir sem þar hafa skapast ásamt viðteknum gildum og viðmiðum innan menntunar, á meðan aðrir hópar studdu breytingar. Þessi stofnanastýring er sterkt afl sem á stóran þátt í að hægja á og jafnvel hindra breytingar í framhaldsskólum. Einstaka hópar úr ytra umhverfi skóla sem og innan þeirra komu af stað ferli breytinga í kjölfar ytri eða innri kreppu eða vegna hugmynda um nýbreytni. Með þessum hætti bárust nýjar hugmyndir milli framhaldsskóla. Mesta áskorunin sem skólastjórnendur fjölluðu um við innleiðingu menntabreytinga tengdist inntaki bóknámsáfanga. Þeir lýstu því yfir að þeir gætu lítil áhrif haft á inntak náms og sögðust hafa takmörkuð völd til að ýta undir breytingar á inntaki. Þeir lýstu því aftur á móti hvernig þeir hefðu umtalsverða möguleika til forystu þegar kemur að kennsluháttum og námsmati. Þeir níu framhaldsskólar sem tóku þátt í rannsókninni virkjuðu með ólíkum hætti þá stefnu sem boðuð var með lögunum 2008 og aðalnámskrá 2011. Afar skýrt kemur fram í gögnunum að margar sjálfstætt starfandi einingar voru ráðandi innan skólanna. Skólastjórnendur töldu mesta viðnámið gegn breytingum vera í fagdeildum hefðbundins bóknáms, einkum í stærðfræði. Þeir lýstu dæmum um það hvernig þeir brugðust við sem féllu ýmist undir hugmyndir um leiðtogar stofnana eða leiðtogar skipulagsheilda eftir því hvaða viðfangsefni þeir voru að fást við hverju sinni, ráðandi menningu innan skólans eða vegna utanaðkomandi þrýstings.
Original language | English |
---|---|
Publisher | |
Publication status | Published - Apr 2018 |
Other keywords
- Doktorsritgerðir
- Skólastjórnendur
- Framhaldsskólar
- Menntabreytingar
- Vinnustaðamenning
- Eigindlegar rannsóknir