Samvaxnir tvíburar á Íslandi

Valgarður Egilsson, Hannes Petersen

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Conjoined twinning is a rare and complex malformation of the newborn. In this study an attention is drawn to reports published in Icelandic historical logs. There are four examples of definite conjoined pairing and one uncertain. An embryologic background of conjoined twinning is introduced and new view of it's pathogenesis, are proposed.
Samvaxnir tvíburar eru sjaldgæfir. Hér verður sagt frá nokkrum dæmum um samvöxt tvíbura fæddra á Íslandi; um fern pör mega heimildir kallast ótvíræðar; sterkar líkur benda til hins fimmta. Öll þessi fimm dæmi eru um samvöxt á búk. Vel þekkt er frá 19. öld dæmið um síamíska tvíbura sem samvaxnir voru á búk. Þekkt eru annars konar form af samvexti fóstra; ekki verður um það fjallað hér að sinni, og er enda ekki viðfangsefni þessarar rannsóknar. Meðal spendýra er ekki óalgengt að fæðist tvíhöfða afkvæmi, og vilja sumir hafa slíkt í sama flokki og samvöxt á búk. Gildir hið sama þar um; það verður ekki viðfangsefni þessarar greinar. Hér verður einungis skýrt frá ofangreindum fimm dæmum um fóstur samvaxin á búk. VE fór yfir íslenskar heimildir; HP ritaði seinni hluta greinarinnar, almenna umræðu um samvaxna tvíbura
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Dec 2009

Other keywords

  • Vísindasaga
  • Tvíburar
  • Fæðingargallar
  • Twins, Conjoined
  • Embryology
  • History
  • Iceland

Cite this