Samstarf í leikskólum við foreldra barna af erlendum uppruna

Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Elsa Sigríður Jónsdóttir

Research output: Contribution to journalArticle

Abstract

Á ár­un­um 2001–2004 stýrðu grein­ar­höf­und­ar þró­un­ar­verk­efn­inu Fjöl­menn­ing­ar­leik­skóli í ein­um leik­skóla í Reykja­vík. Mark­mið þró­un­ar­verk­efn­is­ins voru m.a. að leik­skóla­starf­ið endurspegl­aði fjöl­menn­ing­ar­legt sam­fé­lag og að gera heima­mál og heima­menn­ingu barn­anna að virt­um þætti í starf­inu. Til þess að svo mætti verða var nauð­syn­legt að efla sam­starf við alla for­eldra, en sér­stak­lega for­eldra af er­lend­um upp­runa. Í tengsl­um við þró­un­ar­verk­efn­ið gerðu
grein­ar­höf­und­ar rann­sókn á því hvern­ig til tókst og hér verð­ur sjón­um fyrst og fremst beint að því hvern­ig tókst að efla sam­starf við for­eldra af er­lend­um upp­runa í leik­skól­an­um og hvaða á­hrif það hafði á starf­ið, starfs­fólk­ið og börn­in. Meg­in­nið­ur­stöð­ur eru þær að í þeirri vinnu sem fram fór í þró­un­ar­verk­efn­inu tókst starfs­fólki að ná bet­ur til er­lendra for­eldra en áður og kynnast þeim. For­eldr­arn­ir urðu sýni­legri í leik­skól­an­um og virk­ari, en það skil­aði sér í
auknu sjálfs­trausti sumra barn­anna og þau urðu opn­ari, á­huga­sam­ari og gerðu meiri kröf­ur. Enn­frem­ur varð starfs­fólk­inu ljóst að allt frum­kvæði í for­eldra­sam­skipt­um verð­ur að koma frá
skól­an­um.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)31-48
JournalUppeldi og menntun
Volume15
Issue number2
Publication statusPublished - 2006

Cite this