Sameindalíffræði RNA inngrips

Research output: Other contributionWorkshop presentation

Abstract

Athyglisverðar rannsóknir síðastliðin ár hafa gefið tilefni til að ætla að RNA gegni víðtækara hlutverki í frumustarfi en áður var talið. Eitt þeirra er RNA inngrip (e. RNA interference) sem frumur nota meðal annars til að stjórna genatjáningu. Nú er verið að þróa aðferðir á rannsóknastofum og lyf sem byggja á RNA inngripi. Þær tvíþátta RNA sameindir sem notaðar eru við RNA inngrip eru framleiddar í frumum með hjálp ensíma og ýmissa próteinflóka, s.s. dicer og RISC. RNA inngrip hefur verið þekkt síðastliðin 15 ár og hefur talsvert verið í sviðsljósinu núna árið 2006, því tveir Bandaríkjamenn, þeir Andrew Z. Fire og Craig C. Mello, hlutu Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á sviðinu.
Original languageIcelandic
Number of pages1
Publication statusPublished - 17 Nov 2006

Publication series

NameMálstofa Efnafræðiskorar

Cite this