Samband Háskóla Íslands og Raforkufyrirtækja

Translated title of the contribution: The Cooperations and Relations Between the University of Iceland and the Electric Utility Industry in Iceland

Research output: Chapter in Book/Report/Conference proceedingConference contribution

Abstract

Umræða um tengsl háskóla og atvinnulífs er ekki ný á nálinni. Í slíkri umræðu að undanförnu hefur hinsvegar sífellt meir heyrst sú skoðun, að nauðsyn sé á sterkari og virkari tengslum við hin ýmsu atvinnusvið vegna örra breytinga þjóðfélagsins og hraðvaxandi þarfar fyrir þekkingarmiðlun í nútíma upplýsinga-og hátaekniþjóðfélagi. Bæði er háskólum nú meira en nokkru sinni fyrr lífsnauðsyn að forðast einangrun og stöðnun. En einnig hafa háskólar eða geta haft upp á að bjóða lifandi "akademiskt" umhverfi þekkingarleitar og nýrra uppgötvana sem er atvinnufyrirtækjum e.t.v meiri þörf en nokkru sinni fyrr í erli hins daglega reksturs. Í þessu erindi mun ég gera þetta samband að umtalsefni sérstaklega með hliðsjón af þörfum íslensks raforkuiðnaðar, þörfum Háskóla Íslands á því sviði og hinum íslenska raunveruleika að öðru leiti. Eins og kunnugt er, er hlutverk Háskóla baeði á sviði raforkutaekni og öðrum sviðum einkum tvíþætt. Annars vegar kennsla eða miðlun þekkingar til nemenda, sem eru á leið út í atvinnulífið, svo og eftirmenntun og viðhald þekkingar þeirra, sem þar starfa fyrir. Hins vegar ber háskóla að annast rannsóknir og þróun til að auka þekkingu sem er jafnframt hvatning varðandi framhaldskennslu. Lítum fyrst örstutt á kennsluþáttinn. Á undanförnum árum hefur sú þróun átt sér stað víða innan raftækninnar, að raforku-og sterkstraumssvið hafa átt sífellt erfiðara uppdráttar gagnvart öðrum sviðum, svo sem rafeinda-og tölvusviði. Háskólanemar telja þau svið nýstárlegri og meira spennandi og hefur nemendafjölgunin verið örust þar. Hins vegar hefur þeim nemendum fækkað að sama skapi, sem leggja vilja orkusviðið fyrir sig. Því er svo komið víða um lönd að aðilar bæði innan menntakerfisins og í raforkuiðnaði eru farnir að tala um kreppuástand, þar sem ekki muni útskrifast nægilegur fjöldi verkfræðinga og sérmenntaðs starfsfólks á næstu árum. Þótt orkueftirspurn vaxi nú um þessar mundir hægt, hér sem annarsstaðar, velta menn því fyrir sér hvað muni gerast á næstu árum, ef/þegar olíuverð hækkar eða eftirspurn fer að vaxa hraðar. Óformleg könnun við Háskóla Íslands bendir til svipaðrar tilhneigingar við íslenskar aðstæður. Sé litið á rannsóknaþáttinn og þá einkum m.t.t. íslenskra aðstæðna, blasir tvennt við að mínu mati. Í fyrsta lagi er rannsókna-og þróunarstarf á sviði raforkutaekni og raforkukerfa mjög takmarkað og óvíst hver hefur það hlutverk að sinna því við núverandi skipan. Í öðru lagi tel ég að efla þyrfti hlut Háskólans á þessu sviði einkum með hliðsjón að hlutverki hans m.a. til að mennta sérhaeft starfslið raforkufyrirtaekjanna. Ég mun hér á eftir leitast við að fara yfir og kryfja þessi atriði og sjónarmið. Þótt hér sé tiltekin sérstaklega raforkuverkfræðin getur margt tel ég, einnig átt við varðandi t.d. bygginga-, vélaverkfræði og aðrar greinar. Ég tala hér eingöngu sem háskólakennari, en bý þó vel að reynslu minni sem starfsmaður raforkufyrirtækis um margra ára skeið.
Translated title of the contributionThe Cooperations and Relations Between the University of Iceland and the Electric Utility Industry in Iceland
Original languageIcelandic
Title of host publicationRáðstefnurit 45. aðalfundar SÍR, Sambands Íslenskra Rafveitna
Place of PublicationReykjavik
Publication statusPublished - 1 Jun 1987

Bibliographical note

(In Icelandic, Proceedings published by SÍR)

Fingerprint

Dive into the research topics of 'The Cooperations and Relations Between the University of Iceland and the Electric Utility Industry in Iceland'. Together they form a unique fingerprint.

Cite this