„Rosaleg óvissa hjá okkur og vondur tími“: Um starfsöryggi og líðan kennara eftir hrun

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Markmið þessarar greinar er að skoða starfsöryggi og líðan grunn- og leikskólakennara hér á landi í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Blönduðum aðferðum var beitt við gagnaöflun og greiningu. Rafrænn spurningalisti var sendur í tvígang til alls starfsfólks 20 sveitarfélaga, fyrst árið 2010 og svo aftur ári síðar. Jafnframt voru tekin rýnihópaviðtöl við grunn- og leikskólakennara í tveimur sveitarfélaganna, samtals við 30 einstaklinga. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu m.a. í ljós að í mörgum grunn- og leikskólum hefur starfsfólki verið sagt upp og starfsöryggi minnkað milli áranna 2010 og 2011. Tengsl eru á milli óöryggis og neikvæðrar heilsu og líðanar starfsfólks. Skert starfsöryggi hafði sterkust tengsl við löngun til að hætta í starfi og sterkari tengsl við sjálfmetna andlega heilsu en sjálfmetna líkamlega heilsu.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)1-18
JournalNetla
Publication statusPublished - 31 Dec 2011

Other keywords

 • Kennarar
 • Bankahrunið 2008
 • Starfsöryggi
 • Leikskólar
 • Grunnskólar
 • Líðan
 • Teachers
 • Economic crisis
 • Job security
 • Kindergartens
 • Elementary schools
 • Health

Cite this