Risafrumuæxli í hálshrygg : sjúkratilfelli mánaðarins

Guðrún Guðmundsdóttir, Garðar Guðmundsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Sautján ára stúlka lendir sem ökumaður í aftanákeyrslu í maí 1997 og fær við það hálshnykk. Frá þeirri stundu er hún með stirðleika og verki við hreyfingar í hálsi og verki í hnakka og herðum. Leitar til slysadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur, einkennin samrýmast vægum hálshnykk og boðið er upp á bólgueyðandi lyf og endurkomutíma. Einkennin fara hægt minnkandi en hverfa þó ekki alveg. Í september er hún farþegi í bíl, sem hemlar skyndilega og hún lendir með höfuðið í framrúðunni. Við þetta versna einkennin verulega og hún fær verki fram í hægri handlegg og tekur eftir dofa í fyrsta til þriðja fingri. Viku seinna er hún stödd á dansleik og dettur og fær enn á ný áverka á hálsinn. Nú bætist við máttleysi í hægri hendi, sem truflar skriftir. Þetta kraftleysi leiðir til þess, að þegar hún í leikfimitíma reynir að fara á handahlaupum, getur hún það ekki og fær enn á ný áverka á hálsinn.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Jun 2000

Other keywords

  • Æxli
  • Hálshnykksáverkar
  • Giant Cell Tumors
  • Whiplash Injuries

Cite this