Reynsla kvenna með geðhvörf

Jóhanna Bernharðsdóttir, Ása Björk Ásgeirsdóttir, Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, Guðrún Kristófersdóttir, Helga Jónsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

The purpose of this qualitative study was to describe the experience of women with bipolar disorder. A purposive sample of eight women, 22 to 65 years old, was recruited. Two to three, about one hour long, semi-structured interviews were conducted with each participant over three years. Data were analyzed into themes. The findings illuminate the following themes: “Life in a high-rise” – experiences in manic and depressive states, “Finally diagnosed” – long process of getting diagnosis, “Being conscious” – developing insight into the disease, “The rope” – Continuous work in staying symptom free, “Under the microscope” – stigma all over, “The ruins” – relationships with family, and “Puzzling life together” – interactions with healthcare professionals. It is concluded that the disease has had deep influences on the lives of the women. They did not consider themselves as patients, but did nevertheless make considerable changes in daily life to be able to prevent symptoms and deal with those that surfaced. Health professionals need to systematically collaborate with people with bipolar disorders and their families according to their unique needs at different stages of the disease. Emphasis needs to be placed on coming to terms with the diagnosis, to improve symptoms in manic and depressive states, to recognize early warning signs, to support healthy life-style, to inform others about the disease, to strengthen self-image and autonomy, and to eliminate prejudice.
Tilgangur, efniviður og aðferðir: Tilgangur þessarar eigindlegu rannsóknar var að lýsa reynslu kvenna með geðhvörf. Úrtakið var þægindaúrtak átta kvenna á aldrinum 22 til 65 ára. Tekin voru tvö til þrjú, um það bil klukkustundarlöng hálfstöðluð, viðtöl við hvern þátttakanda yfir allt að þriggja ára tímabil. Gögnin voru þemagreind. Niðurstöður: Eftirfarandi þemu voru greind: „Lífið í blokkinni“ – líðan í örlyndis- og þunglyndissveiflum, „Loksins greind“ – langur aðdragandi sjúkdómsgreiningar, „Að hafa meðvitund“– þróun innsæis í sjúkdómsástand, „Haldreipið“ – þrotlaus vinna að halda sér einkennalausum, „Að vera undir smásjá“ – fordómar alls staðar, „Rústir einar“ – samskipti við fjölskyldu og „Að púsla lífinu saman á ný“ – samskipti við fagfólk. Ályktanir: Sjúkdómurinn hefur markað djúp spor í líf þátttakenda. Þrátt fyrir að konurnar hafi ekki litið á sig sem sjúklinga höfðu þær engu að síður þurft að gera umtalsverðar breytingar á daglegu lífi. Breytingarnar þjónuðu þeim tilgangi að koma í veg fyrir að einkenni kæmu fram á ný og að takast á við þau sem upp komu. Samstarf heilbrigðisstarfsmanna við fólk með geðhvörf og fjölskyldur þeirra þarf að vera markvisst og í samræmi við ólíkar þarfir á breytilegum tímabilum veikindanna. Leggja þarf áherslu á að horfast í augu við greiningu, að bæta líðan í örlyndis- og þunglyndissveiflunum, að greina forboðaeinkenni, að styðja við heilsusamlega lífshætti, að upplýsa aðra um sjúkdóminn, að styrkja sjálfsmynd og sjálfstæði og vinnu gegn fordómum.
Original languageIcelandic
JournalTímarit hjúkrunarfræðinga
Publication statusPublished - 2012

Other keywords

  • Geðsjúkdómar
  • Geðhvarfasýki
  • Konur
  • Hjúkrun
  • Eigindlegar rannsóknir
  • Langvinnir sjúkdómar

Cite this