Reynsla fólks af hjartaáfalli um og innan við fimmtugt: Önnur hjartaáfallseinkenni og aðrir áhættuþættir

Birna Gestsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir

  Research output: Chapter in Book/Report/Conference proceedingChapterpeer-review

  Abstract

  Hjartasjúkdómar er ein aðal dánarorsök í heiminum en fáar eigindlegar rannsóknir hafa verið gerðar um reynslu einstaklinga af því að fá hjartaáfall og lítið er vitað um þá reynslu að fá hjartaáfall í kringum fimmtugt. Þessi rannsókn er hluti af stærra rannsóknarverkefni „Ungir hjartasjúklingar“ en markmið þessa hluta rannsóknarinnar var að efla þekkingu og dýpka skilning á þeirri reynslu að fá hjartaáfall í kringum fimmtugt, einkum m.t.t. einkenni hjartaáfallsins og helstu áhrifaþátta. Notuð var fyrirbærafræðileg aðferð. Tekin voru eintaklingsviðtöl við 11 þátttakendur, þar af 3 konur. Meðalaldur þátttakenda var 48 ár. Niðurstöður sýna að um helmingur þátttakenda voru sendir heim með hjartaáfall án þess að vera sendir í ítarlegri skoðun með tilliti til kransæðaþrengsla eða hjartaáfalls, en hjartaáfallið var vangreint sem einhver annar sjúkdómur vegna ungs aldurs þeirra. Þau voru með einkenni eins og mæði, þreytu, slappleika, kviðverki, brjóstsviða og veikindatilfinningu, en þetta eru minna þekkt einkenni hjartaáfalls en geta líka verið svo margt annað. Mikilvægt er að fagfólk og almenningur geri sér grein fyrir að einkenni hjartaáfalls geta verið allt önnur hjá fólki í kringum fimmtugt í samanburði við eldra fólk.
  Original languageIcelandic
  Title of host publicationRannsóknir í félagsvísindum XVII
  Subtitle of host publicationErindi flutt á ráðstefnu í október 2016
  EditorsHelga Ólafs, Thamar M. Heijstra
  Place of PublicationReykjavík
  PublisherFélagsvísindastofnun Háskóla Íslands
  Pages1-12
  Number of pages12
  ISBN (Electronic)978-9935-424-21-1
  Publication statusPublished - 2016
  EventÞjóðarspegillinn 2016 -
  Duration: 1 Oct 20161 Oct 2016

  Publication series

  NameRannsóknir í félagsvísindum
  NumberXVII

  Conference

  ConferenceÞjóðarspegillinn 2016
  Period1/10/161/10/16

  Cite this