Rennslisgögn úr vatnshæðarmæli 221 í Jökulsá í Fljótsdal, Eyjabökkum : árin 1981-1997

Ásgeir Gunnarsson, Bjarnheiður Kristinsdóttir, Snorri Zóphóníasson

Research output: Book/ReportCommissioned report

Abstract

Skýrslan fjallar um endurskoðun rennslisgagna fyrir vhm 221 í Jökulsá í Fljótsdal, Eyjabökkum. Rekstur sírita hófst árið 1981 og nær endurskoðunin frá þeim tíma til loka ársins 1997. Endurskoðunin fólst í því að nota endurskoðaða rennslislykla til að reikna rennsli út frá vatnshæð. Með hliðsjón af vatnshæðargögnum frá vhm 109 í Jökulsá í Fljótsdal við Hól og veðurgögnum frá veðurstöðvunum á Brú í Jökuldal og í Birkihlíð voru gögnin hreinsuð af ístrufluðum vatnshæðum og öðrum vatnshæðum sem ekki voru rennslisgæfar. Tímabil með ístrufluðum vatnshæðum eða vatnshæðum trufluðum af öðrum völdum voru ekki áætluð nema í örfáum tilvikum þar sem truflun var metin lítil. Í skýrslunni er endurskoðað dagsrennsli sýnt bæði tölulega og myndrænt. Einnig er munur á endurskoðuðum gögnunum og eldri túlkun þeirra sýnd myndrænt.
Original languageIcelandic
Place of PublicationReykjavík
PublisherOrkustofnun
Number of pages70
Publication statusPublished - 2005

Publication series

NameOrkustofnun ; OS-2005/033

Cite this