Rannsóknir á lyfjaeitrunum á Borgarspítala 1987-1988 : þáttur ólöglegra ávana- og fíkniefna í lyfjaeitrunum

Friðrik Sigurbergsson, Guðmundur Oddsson, Jakob Kristinsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

A recent survey on self-poisonings in Reykjavik and the surrounding townships (Oddsson G, Kristinsson J, Hardarson ÞH, Jakobsson F. Læknablaðið 1989; 75: 5-9) has shown that self-poisonings are mainly caused by prescription drugs and alcohol. The role of illicit drugs, i.e. amphetamins, cannabinoids, cocain, morphine/heroine, has not been well known and it was therefore decided to launch another survey where these drugs are specificially looked for. The study period was one year, from November 1987 to November 1988, and all cases suspected of self-poisoning which were admitted to the Reykjavik City Hospital emergency room were included in the survey. Since this is the only emergency room open 24 hours serving Reykjavik and surrounding townships most of the suspected self-poisonings are brought there and receive initial treatment. During the study period 159 cases were admitted suspected of self-poisoning and clinical information and blood samples for drug survey were obtained in 155 patients (97.5%). There were 86 females and 69 males at the age of 14-76 years with a great predominance in the younger age groups. The blood samples were screened for alcohol, bensodiazepines and the aforementioned illicit drugs, at the Department of Pharmacology, University of Iceland. The results of the drug survey revealed that illicit drugs were only found in six cases (4 females and 2 males). The only illicit substances found were amphetamins and cannabinoids. In two cases a combination of cannabinoids and amphetamin was found and other two had taken amphetamin and large amounts of benzodiazepines. None of this particular group had alcohol in the blood. In the remaining 149 cases alcohol was found in 85 and benzodiazepines in 73 cases. Diazepam was the most common bensodiazepine found. The combination of benzodiazepines and alcohol was very common. Codein was found in 13 cases, in most instances along with alcohol or bensodiazepines but there was no evidence of cocain, heroine or morphine poisoning.
Á síðustu tveimur áratugum hefur í talsverðum mæli orðið vart misnotkunar ólöglegra ávana- og fíkniefna hér á landi. Sé tekið mið af þeim efnum, sem lögregluyfirvöld hafa lagt hald á, er einkum um að ræða kannabis og amfetamín og á síðari árum kókaín (1,2). Erfitt hefur verið að gera sér grein fyrir útbreiðslu þessara efna eða hlutdeild þeirra í vímuefnanotkun hér á landi þar eð haldgóðar upplýsingar hefur vantað. Erlendar rannsóknir hafa sýnt, að í löndum þar sem neysla ólöglegra ávana-og fíkniefna er útbreidd, eiga þau þátt í miklum hluta eitrana, sem koma til meðferðar á bráðamóttökum sjúkrahúsa (3-5). Fram til þessa hefur hlutdeild þeirra í eitrunum, sem koma til meðferðar á sjúkrahúsum hér á landi, ekki verið rannsökuð sérstaklega. I rannsókn á lyfjaeitrunum, sem gerð var á Borgarspítalanum á árunum 1983-1984 (6) fundust þrír einstaklingar, sem neytt höfðu kannabis. Þrátt fyrir, að rannsóknin styddist að verulegu leyti við lyfjamælingar, var ólöglegra ávana- og fíkniefna ekki leitað nema rökstuddur grunur væri um notkun þeirra og því hugsanlegt, að'þáttur þeirra hafi verið vanmetinn. Megintilgangur þeirrar rannsóknar, sem hér er greint frá, var að kanna þátt ólöglegra ávana- og fíkniefna (þ.e. amfetamíns, heroins, kannabis og kókaíns) í lyfjaeitrunum á höfuðborgarsvæðinu og hvernig þau tengjast neyslu algengustu vímugjafanna, þ.e. áfengis og benzódíazepín sambanda. Rannsóknin er framsýn og nær yfir tólf mánaða tímabil á árunum 1987-1988.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 8 Dec 1991

Other keywords

  • Fíkniefni
  • Kannabisefni
  • Efnaeitrun
  • Kókaín
  • Poisoning
  • Substance Abuse
  • Substance-Related Disorders
  • Drug and Narcotic Control

Cite this