Abstract

Inngangur. E-cadherin-catenin flókinn er mikilvægur í frumusamloðun þekjufrumna og viðheldur réttri vefjabyggingu. Truflun á tjáningu eða starfi flókans veldur tapi á viðloðun milli frumna og jafnvel umbreytingu frumna yfir í illkynja ástand og æxlisframvindu. FHIT er talið vera æxlisbæligen og breytingar á því gætu átt þátt í æxlismyndun í maga. Efniviður og aðferðir: Við rannsökuðum breytingar á E-cadherini, beta-catenini og FHIT í 50 magaæxlum með greiningu á tapi á arfblendni, stökkbreytingargreiningu, greiningu á afbrigðilegum RNA umritum og ónæmislitunum. Niðurstöður. Há tíðni taps á arfblendni greindist á litningasvæði 16q22.1 þar sem E-cadherin genið er staðsett (75%) og innan FHIT gens (84%). Þrjú tilfelli (6%) sýndu sams konar mislestursbreytingu, A592T, í E-cadherin geni. Við greindum sjö æxli (18%) með afbrigðilegt E-cadherin mRNA. Einnig voru 34 af 39 (87%) æxlum með lága FHIT tjáningu eða afbrigðilegt FHIT mRNA. Minnkuð tjáning E-cadherins, beta-catenins og FHIT greindist í 42%, 28% og 78% tilfella. Ellefu æxli (22%) greindust með beta-catenin umfrymislitun. Ályktanir: Niðurstöður okkar styðja þá tilgátu að breytingar á E-cadherini, beta-catenini og Fhit hafi áhrif á tilurð eða framvindu magakrabbameina.
Original languageIcelandic
Pages49-49
Number of pages1
Publication statusPublished - 3 Jan 2003
EventXI. ráðstefnan um rannsóknir í læknadeild, tannlæknadeild og lyfjafræðideild Háskóla Íslands - Læknagarður, Reykjavík, Iceland
Duration: 3 Jan 20034 Jan 2003
https://www.laeknabladid.is/fylgirit/fylgirit/2002/fylgirit-47-desember-2002---11.-visindaradstefnan/

Conference

ConferenceXI. ráðstefnan um rannsóknir í læknadeild, tannlæknadeild og lyfjafræðideild Háskóla Íslands
Country/TerritoryIceland
CityReykjavík
Period3/01/034/01/03
Internet address

Cite this