Raddir kennara sem kenna fjölbreyttum nemendahópum

Hafdís Guðjónsdóttir, Sólveig Karvelsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Kennarastarfið er fjölbreytt og yfirgripsmikið og tekur stöðugum breytingum. Meðal þess sem hefur áhrif á starf kennara er þróun samfélagsins. Talsverðar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi síðustu áratugina, m.a. hefur fjölbreytni í nemendahópum varðandi reynslu, tungumál, trúarbrögð, menningu og þjóðerni aukist. Markmiðið rannsóknarinnar var að skoða áhrif fjölbreyttra nemendahópa á starf grunnskólakennara. Rannsóknin var eigindleg og leitað til kennara sem kenna börnum innflytjenda er koma úr ólíkum menningarheimum og málumhverfi. Rætt var við þá í rýnihópum og í einstaklingsviðtölum. Niðurstöður leiddu í ljós að umhyggja er fyrir nemendum og vilji til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir þeirra. Umræða um tungumálið og tungumálakennslu er mjög áberandi og telja kennarar að ákveðin færni í íslensku sé frumskilyrði til að ná árangri í skóla og til að eiga samskipti við skólafélaga og kennara. Einnig kom í ljós að margir nemendur í þessum hópi eigi erfitt með að tengjast íslenskum skólafélögum.
Original languageIcelandic
JournalNetla
VolumeMenntakvika 2010
Publication statusPublished - 2010

Cite this