Réttindi barna í leikskólum: Innleiðing Barnasáttmálans í sex leikskólum

Anna Magnea Hreinsdóttir, Kristín Hildur Ólafsdóttir, Kristín Petrína Pétursdóttir, Sigyn Blöndal

Research output: Book/ReportResearch report

1 Downloads (Pure)

Abstract

Markmið verkefnisins er að innleiða ákvæði Barnasáttmálans á markvissan hátt í starfshætti sex leikskóla Reykjavíkurborgar í samstarfi við SFS, UNICEF og Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Tilgangurinn með því er að valdefla börnin, hlusta á hugmyndir þeirra og sjónarmið og stuðla að því að þau verði raunverulegir áhrifavaldar í leikskólanum. Byggja leikskólarnir allir starf sitt á markmiðum og hugmyndafræði Barnasáttmálans og stigu því fleiri skref til að laga starfshætti sína að hugmyndum sáttmálans í verkefninu. Um er að ræða þriggja ára verkefni sem felst í (1) kynningu á réttindum barna, þátttöku og áhrifamætti, (2) innleiðingu á ákvæðum Barnasáttmálans í daglegt starf og (3) í mati á innleiðingunni og hvernig hægt er að festa verkefnið í sessi í leikskólunum. Í þessari skýrslur er gerð grein fyrir fyrsta fasa verkefnisins.
Original languageIcelandic
Number of pages18
Publication statusPublished - 30 May 2023

Cite this