Quilla, branque, estrave... Términos náuticos de origen nórdico

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Orð af norrænum uppruna, einkum orð sem lúta að skipasmíði og siglingum, voru á sínum tíma tekin upp í normandísku þaðan sem þau bárust inn í frönsku sem miðlaði þeim aftur á móti til annara rómanskra tungumála, til að mynda spænsku. Má hér nefna heiti á ýmsum skipshlutum, rá og reiða, sem og verkfærum sem voru notuð um borð fyrr á tímum. Í greininni er sjónum beint að skipsskrokknum sem slíkum og er fjallað um orð og heiti yfir ýmsa hluta hans: quilla ‘kjölur’, estrave ‘stafn’ og branque ‘brandur’ mynda ytri hluta skrokksins. Carlinga ‘kerling’, varenga ‘röng’ eða ‘rengur’ og bita ‘biti’ eru á hinn bóginn innan stokks. Þessi heiti koma fyrst fyrir í ýmsum spænskum heimildum frá 16. og 17. öld, einkum textum sem fjalla um siglingar og skipasmíði, og voru skrifaðir í kjölfar landafundanna miklu í Vesturheimi.
Loanwords of Nordic origin, especially terms for shipbuilding and navigation, entered French via Norman in the 11th century. Via French this nautical vocabulary was borrowed to the other Romance languages, Spanish among others. The technical terms denote parts of a ship, masts, sails and rigging as well as equipment and all kind of instruments used on board. This paper deals with words related to de hull of the vessel: the keel, the stem and the brandr, ‘curved gunwale’, form the outside of the hull, and carling, bitts and wrong, in old English, are found inside the hull. The terms analyzed appear in Spanish texts from the 16th and 17th century and onwards, mostly in books about ship construction and navigation written after the discovery of the New World.
Original languageSpanish
Pages (from-to)70-92
JournalMilli mála
Volume8
Publication statusPublished - 2016

Other keywords

  • Tökuorð
  • Norræn mál
  • Rómönsk mál
  • Spænska
  • Skipsskrokkur
  • Ship hull
  • Nordic loanwords
  • Romance languages
  • Spanish

Cite this