Abstract
TILGANGUR
Algengi meðgöngusykursýki fer hratt vaxandi og tæplega 19% kvenna
sem fæddu á Landspítala á árinu 2018 höfðu þessa greiningu. Þær
konur sem fá meðgöngusykursýki eru í aukinni hættu að fá hana
aftur á síðari meðgöngum og einnig í aukinni áhættu á að þróa sykursýki tegund 2 síðar á ævinni. Ofþyngd og hreyfingarleysi eru sterkir
áhættuþættir. Hreyfiseðill er meðferðarúrræði sem stendur til boða á
öllum heilbrigðisstofnunum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna
áhrif meðferðar með hreyfiseðli eftir fæðingu hjá konum sem höfðu
meðgöngusykursýki, á virkni þeirra, líðan og þætti sem tengjast efnaskiptavillu.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Konur sem fæddu börn frá 1. janúar 2016 til 30. júní 2017, voru í
mæðravernd hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og greindust
með meðgöngusykursýki var boðin þátttaka. Þátttakendum var skipt
tilviljanakennt í tvo hópa þar sem annar hópurinn fékk meðferð með
hreyfiseðli í 5 mánuði en viðmiðunarhópurinn hefðbundna meðferð.
Mælingar á blóðgildum, hæð, þyngd, virkni og líðan voru gerðar þremur mánuðum og 8 mánuðum eftir fæðingu.
NIÐURSTÖÐUR
Áttatíu og fjórar konur tóku þátt, 45 í íhlutunarhópi og 39 í viðmiðunarhópi. Virkni jókst marktækt í íhlutunarhópi en ekki urðu marktækar
breytingar á blóðmælingum. Viss áhrif en ekki marktæk mældust á
þyngd, líkamsþyngdarstuðli og lífsgæðum. Þær konur sem voru með
barn sitt á brjósti voru með marktækt lægra insúlín en þær konur sem
ekki voru með barn sitt á brjósti. Sterkari fylgni var á milli þyngdar og
insúlíns en á milli fastandi blóðsykurs og insúlíns.
ÁLYKTUN
Meðferð með hreyfiseðli eftir fæðingu jók marktækt virkni kvenna sem
höfðu meðgöngusykursýki. Brjóstagjöf hefur mögulega áhrif til lækkunar insúlíns.
Translated title of the contribution | Prescribing physical activity after labour, for women diagnosed with gestational diabetes mellitus |
---|---|
Original language | Icelandic |
Pages (from-to) | 555-560 |
Number of pages | 6 |
Journal | Laeknabladid |
Volume | 105 |
Issue number | 12 |
DOIs | |
Publication status | Published - Dec 2019 |
Bibliographical note
Publisher Copyright:© 2019 Laeknafelag Islands. All rights reserved.
Other keywords
- Meðganga
- Sykursýki
- Hreyfing (heilsurækt)
- Diabetes, Gestational
- Exercise