Meðferð með hreyfiseðli í kjölfar meðgöngusykursýki

Translated title of the contribution: Prescribing physical activity after labour, for women diagnosed with gestational diabetes mellitus

Þórunn Jóhanna Júlíusdóttir, Hannes Hrafnkelsson, Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Sesselja Guðmundsdóttir, Ragnheiður Bachmann, Karitas Ívarsdóttir, Jón Steinar Jónsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

TILGANGUR Algengi meðgöngusykursýki fer hratt vaxandi og tæplega 19% kvenna sem fæddu á Landspítala á árinu 2018 höfðu þessa greiningu. Þær konur sem fá meðgöngusykursýki eru í aukinni hættu að fá hana aftur á síðari meðgöngum og einnig í aukinni áhættu á að þróa sykursýki tegund 2 síðar á ævinni. Ofþyngd og hreyfingarleysi eru sterkir áhættuþættir. Hreyfiseðill er meðferðarúrræði sem stendur til boða á öllum heilbrigðisstofnunum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif meðferðar með hreyfiseðli eftir fæðingu hjá konum sem höfðu meðgöngusykursýki, á virkni þeirra, líðan og þætti sem tengjast efnaskiptavillu. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Konur sem fæddu börn frá 1. janúar 2016 til 30. júní 2017, voru í mæðravernd hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og greindust með meðgöngusykursýki var boðin þátttaka. Þátttakendum var skipt tilviljanakennt í tvo hópa þar sem annar hópurinn fékk meðferð með hreyfiseðli í 5 mánuði en viðmiðunarhópurinn hefðbundna meðferð. Mælingar á blóðgildum, hæð, þyngd, virkni og líðan voru gerðar þremur mánuðum og 8 mánuðum eftir fæðingu. NIÐURSTÖÐUR Áttatíu og fjórar konur tóku þátt, 45 í íhlutunarhópi og 39 í viðmiðunarhópi. Virkni jókst marktækt í íhlutunarhópi en ekki urðu marktækar breytingar á blóðmælingum. Viss áhrif en ekki marktæk mældust á þyngd, líkamsþyngdarstuðli og lífsgæðum. Þær konur sem voru með barn sitt á brjósti voru með marktækt lægra insúlín en þær konur sem ekki voru með barn sitt á brjósti. Sterkari fylgni var á milli þyngdar og insúlíns en á milli fastandi blóðsykurs og insúlíns. ÁLYKTUN Meðferð með hreyfiseðli eftir fæðingu jók marktækt virkni kvenna sem höfðu meðgöngusykursýki. Brjóstagjöf hefur mögulega áhrif til lækkunar insúlíns.
Translated title of the contributionPrescribing physical activity after labour, for women diagnosed with gestational diabetes mellitus
Original languageIcelandic
Pages (from-to)555-560
Number of pages6
JournalLaeknabladid
Volume105
Issue number12
DOIs
Publication statusPublished - Dec 2019

Bibliographical note

Publisher Copyright:
© 2019 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Other keywords

  • Meðganga
  • Sykursýki
  • Hreyfing (heilsurækt)
  • Diabetes, Gestational
  • Exercise

Fingerprint

Dive into the research topics of 'Prescribing physical activity after labour, for women diagnosed with gestational diabetes mellitus'. Together they form a unique fingerprint.

Cite this