Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar The Revised Illness Perception Questionnaire (IPQ-R) í klínísku úrtaki

Inga Hrefna Jónsdóttir, Elfa Björt Hreinsdóttir, Hlín Kristbergsdóttir, Hans Jakob Beck

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Þessi rannsókn er fyrsta rannsókn á íslenskri þýðingu The Revised Illness Perception Questionnaire (IPQ-R) sem er mælikvarði sem metur hvernig fólk upplifir veikindi sín og býr til sínar eigin skýringar á veikindunum. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta þáttabyggingu og aðra próffræðilega eiginleika í íslenskrar þý ðingar IPQ-R í klí ní sku úrtaki. Þátttakendur voru 135 sjúklingar innlagðir í endurhæfingu á Reykjalundi. Tæplega helmingur þátttakenda hafði átt við veikindin að stríða í meira en fimm ár. Þáttagreining á heildarþættinum Helstu orsakaþættir leiddi í ljós að atriðin 18 hlaða á einn þátt. Þáttahleðslur á öllum atriðum voru miðlungs (0,54–0,77) nema þremur og áreiðanleiki 0,87. Þáttagreining á heildarkvarðanum sem metur viðhorf til veikinda leiddi í ljós sex undirkvarða í stað sjö í ensku útgáfu listans. Áreiðanleiki þáttanna var á bilinu 0,60–0,84 og fylgni þáttanna á bilinu 0,03–0,38. Innri áreiðanleiki á heildarþáttum listans var góður (0,75, 0,79, 0,77 og 0,87). Fjórir af sjö undirkvörðum heildarkvarðans sem metur viðhorf til veikinda voru með innri áreiðanleika yfir 0,70 (0,88, 0,85, 0,84 og 0,79) en þrír voru undir (0,61, 0, 67 og 0,68) en viðunandi (Cronbach‘s alpha ≥ 0,5). Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að þáttabygging sé svipuð og í erlendum rannsóknum. Þáttabygging á heildarkvörðunum var stöðug en sumir undirþættir á kvarðanum sem metur viðhorf til veikinda voru óstöðugri og eru því ekki eins lýsandi í íslensku þýðingunni og þeirri ensku. Gera þarf fleiri rannsóknir í stærra úrtaki og hjá fleiri sjúklingahópum til að hægt sé að meta betur próffræðilega eiginleika íslensku þýðingar IPQ-R-listans.
This study publishes the first results from an Icelandic translation of IPQ-R on people‘s perception of their illness. The aim was to determine the psychometric properties of the Icelandic version in a clinical sample of patients in rehabilitation. Participants were 135 inpatients taking part in rehabilitation at Reykjalundur Rehabilitation Centre, roughly half of the participants having had their illness for over five years. The results showed that factor analysis of the causes revealed one factor, with medium loadings on all but three items (0.54–0.77). Reliability was 0.87. Factor analysis of the main scale measuring views about illness revealed six factors instead of seven in the English version. Four of seven subscales of the views about the illness had good internal reliability (0.88, 0.85, 0.84 and 0.79). Three subscales had lower (0.61, 0.67 and 0.68) but acceptable reliability (i.e. Cronbach’s alfa ≥ 0.5). This study provided preliminary evidence for a similar factor structure of the Icelandic version of IPQ-R as in other counties. The factor structure of the main scales was stable but some of the subscales of views about illness were unstable and therefore not as descriptive in the Icelandic version. More research is needed with a larger sample and different patient groups to confirm the psychometric properties of the Icelandic version of IPQ-R.
Original languageIcelandic
JournalSálfræðiritið
Publication statusPublished - 2019

Other keywords

  • Sjúkdómar
  • Tilfinningar
  • Spurningalistar

Cite this