Postulínsskelkrónur – Annar hluti

Vilhelm Grétar Ólafsson, Íris Þórsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Postulínsskelkrónur (porcelain laminate veneers) hafa verið afar vinsæll meðferðarmöguleiki vestanhafs síðan snemma á níunda áratug síðustu aldar. Kostir meðferðarinnar eru að tiltölulega lítið inngrip þarf samanborið við krónugerð og að sjúklingar eru almennt mjög sáttir við útkomuna. Einnig jafnast ending skelkróna, þegar rétt er farið að, á við það allra besta sem gerist í krónumeðferð. Þrátt fyrir þetta hefur ekki mikið farið fyrir gerð skelkróna hérlendis og hafa þær ekki fengið ýkja mikið umtal. Í fyrri hluta var fjallað um sögu, kosti, galla, efnisval og klíníska endingu skelkróna. Hér verður fjallað um klínískan verkferil skelkrónugerðar, vandamál sem upp geta komið og hvernig best sé að takast á við þau
Original languageIcelandic
Pages (from-to)44-52
JournalTannlæknablaðið
Volume35
Issue number1
Publication statusPublished - 2017

Other keywords

  • Tannlækningar
  • Postulín

Cite this