Pólitísk boðmiðlun í héraði og á landsvísu

Research output: Chapter in Book/Report/Conference proceedingConference contributionpeer-review

Abstract

Pólitísk boðmiðlun á Íslandi fylgir að mörgu leyti þeirri þróun sem verið hefur á hinum Norðurlöndunum og kennd hefur verið við markaðsmiðlun hvað varðar aukna fagmennsku (professionalism) bæði í fjölmiðlaumhverfinu og í upplýsingamiðlun flokka og stjórnmálahreyfinga. Frambjóðendakönnun fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2013 benda til að þróunin á Íslandi hafi þó að sumu leyti verið sérstök. Kemur það fram í lítilli tiltrú stjórnmálamanna á fagmennsku blaðamanna, óhæði þeirra gagnvart stjórnmálum og áherslu frambjóðenda á mikilvægi þess að hafa eigið málgagn, en allt bendir þetta til þess að á Íslandi hafi þróast eins konar pólitískt markaðsmiðlunarkerfi – sérstaklega þegar stjórnmál og fjölmiðlar á landsvísu eru skoðuð. Í þessari grein verður sérstaklega skoðaður munurinn á viðhorfum og fjölmiðlanotkun frambjóðenda í Alþingiskosningunum 2013 annars vegar og í sveitarstjórnarkosningunum 2014.
Greint verður frá niðurstöðum frambjóðendakönnunar í 10 sveitarfélögum í sveitarstjórnarkosningunum og þær bornar saman við niðurstöður um sambærileg atriði í Alþingiskosningunum og einnig úr sveitarstjórnarkosningunum 2010. Í ljós kemur að talsverður munur er á viðhorfum og fjölmiðlanotkun sveitarstjórnarstjórnmálamanna og stjórnmálamanna á landsvísu. Eins kemur fram athyglisverð aukning í tiltrú sveitarstjórnarmanna á nýmiðlum frá því 2010.
Original languageIcelandic
Title of host publicationRannsóknir í félagsvísindum XV
EditorsSilja Bára Ómarsdóttir
Place of PublicationReykjavík
PublisherHáskóli Íslands
Pages1-14
Number of pages14
ISBN (Electronic)978-9935-424-18-1
Publication statusPublished - 2014
EventÞjóðarspegillinn 2014 - Reykjavík, Iceland
Duration: 1 Oct 20141 Oct 2014

Publication series

NameRannsóknir í félagsvísindum
VolumeXV

Conference

ConferenceÞjóðarspegillinn 2014
Country/TerritoryIceland
CityReykjavík
Period1/10/141/10/14

Other keywords

  • Political communication
  • Rural
  • Elections
  • Media

Cite this