PIPP-R verkjamat hjá fyrirburum og veikum nýburum, prófun á íslenskri þýðingu

Translated title of the contribution: PIPP-R Pain Assessment for Premature Infants and Sick New-Borns, Testing an Icelandic Translation

Theja Lankathilaka, Sigríður María Atladóttir, Guðrún Kristjánsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Bakgrunnur
Lífslíkur fyrirbura hafa farið vaxandi undanfarin ár og því fylgir fjölgun innlagna á nýburagjörgæslu með tilheyrandi sársaukafullum inngripum vegna nauðsynlegra meðferða. Verkjamat nýbura er flókið og þá sérstaklega hjá fyrirburum. Enn í dag er ekki til algild aðferð við verkjamat þessa viðkvæma hóps. Mikilvægt er að styðjast við áreiðanlega og réttmæta verkjamatskvarða sem hafa sýnt klíníska gagnsemi. Markmið rannsóknarinnar er að meta gagnsemi nýrrar útgáfu verkjamatskvarðans PIPP-R í íslenskri þýðingu (íslPIPP-R) við verkjamat á nýburagjörgæsludeild á Íslandi og meta áreiðanleika og réttmæti íslPIPP-R.
Aðferð
Rannsóknin studdist við megindleg gögn með víxlunar tilraunasniði (e. cross-over design). Notast var við þægindaúrtak 50 fyrirbura og veikra nýbura inniliggjandi á nýburagjörgæsludeild á Íslandi, með leiðréttan meðgöngualdur frá 23 til 42 vikna. Tveir rannsakendur framkvæmdu verkjamat með íslPIPP-R verkjamatskvarðanum við þrjár mismunandi aðstæður, hlutlausar, raskaðar og sársaukafullar. Úrvinnsla gagna var framkvæmd með SPSS tölfræðiforritinu og notast var við lýsandi og skýrandi tölfræði. Gerð var fervikagreining og fylgniprófanir (ANOVA, Cronbach’s, Kappa, ICC og Pearson’s) með hjálp SPSS tölfræðiforritsins.
Niðurstöður
Fylgni reyndist á milli matsaðila í mælingum og fylgni milli flestra matsþátta í íslPIPP-R verkjamatskvarðanum, mark¬tækur munur reyndist ekki á heildarstigagjöf rannsakenda í neinum af þremur mismunandi aðstæðum mælinga. Innra samræmi milli rannsakenda var ásættanlegt í öllum mælingum. Fervikagreining sýndi að íslPIPP-R verkjamatskvarðinn greindi marktækan mun milli allra mæliaðstæðnanna og sýnir því innra réttmæti við mat á verkjum nýbura þar sem stígandi fékkst í mælingum eftir meintum sárs¬auka í aðstæðum.
Ályktanir
Við prófunina náðist að sýna fram á á¬reiðanleika og réttmæti íslPIPP-R í mati á sársauka á nýburagjörgæslu á Íslandi og hægt að staðfesta gagnsemi nýrrar útgáfu og notkunar íslPIPP-R í klínísku starfi. Mælitækið er því góð viðbót til að bæta gæði og þjónustu í verkjamati hjá fyrirburum og veikum nýburum á Íslandi.

Background
The life expectancy of prematurely born neonates has increased in the past years and neonatal intensive care units (NICU) have seen more admissions. The neonates must go through painful interventions due to necessary treatments. Pain assessment for new-borns is complicated and especially for premature neonates. To this day there is no golden standard for pain assessment in this sensitive population. It is important to adapt reliable and validated pain assessment scales with known clinical applicability in NICU care. The goal of this research is to test the feasibility, validity, and reliability of (IcePIPP-R) scale in an Icelandic NICU.
Method
The study used a cross over randomized design with a convenience sample of 50 preterm and sick neonates with corrected gestational age from 23 – 42 weeks staying at a NICU in Iceland during the time of data collection. Two researchers conducted pain assessment with the IcePIPP-R scale in three different conditions, impartial, disturbed, and painful. Data was processed with SPSS – program using descriptive and explanatory statistics. Analysis of variance was used and correlation tests (ANOVA, Cronbach’s, and Pearson’s) with the help of the SPSS statistic program.
Results
Findings show that there is an inter-rater reliability between all measurements and also significant correlation between majority of assessment factors in the IcePIPP-R scale and no significant difference between raters in any of the three different situations. Inter consistency between both researchers was acceptable in all of the three situations. The variance analysis showed that the IcePIPP-R scale shows significant difference between all measurements in different situations and therefore shows inner legitimacy when assessing the pain levels of neonates showing a monotonic increase in measured pain in suggested pain events.
Conclusion
The findings present a reliability and legitimacy of the IcePIPP-R scale when assessing pain at the NICU in Iceland and confirms the feasibility of the revised edition and the use of the IcePIPP-R scale in clinical practice. The pain assessment tool is a welcomed contribution to improve the quality in the management of pain in premature and sick new-borns in Iceland.
Translated title of the contributionPIPP-R Pain Assessment for Premature Infants and Sick New-Borns, Testing an Icelandic Translation
Original languageIcelandic
Pages (from-to)92-101
Number of pages10
JournalLjósmæðrablaðið
Volume100
Issue number1
Publication statusPublished - 2022

Fingerprint

Dive into the research topics of 'PIPP-R Pain Assessment for Premature Infants and Sick New-Borns, Testing an Icelandic Translation'. Together they form a unique fingerprint.

Cite this