Pillan fertug [ritstjórnargrein]

Research output: Contribution to journalArticle

Abstract

Á þessu ári eru 40 ár síðan notkun samsettu getnaðarvarnatöflunnar, sem gjarnan er nefnd „pillan“, hófst í Evrópu. Það var í formi sérlyfsins Anovlar‚ frá þýska fyrirtækinu Schering, en ári áður, 1960, hafði fyrsta getnaðarvarnapillan, Enovid‚ frá Searle, komið á markað í Bandaríkjunum. Pillan barst til Íslands árið 1966. Fáar læknisfræðilegar uppgötvanir hafa haft eins víðtæk áhrif til að bæta hag kvenna. Rétt eftir seinni heimsstyrjöldina mun Herbert Hoover, þáverandi Bandaríkjaforseti, hafa sagt að þrjár undirstöður frelsis („pillars of freedom“) væru tjáningarfrelsi, ferðafrelsi og trúfrelsi. Hinn merki skoski fæðingalæknir, Sir Dugald Baird, bætti við fjórða frelsinu nokkru síðar; frelsi frá óhóflegri frjósemi. Það frelsi kom með pillunni.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Nov 2001

Other keywords

  • Getnaðarvarnir
  • Kynferðismál
  • Contraceptives, Oral

Cite this