Abstract
Variation in morphology of shelled marine gastropods across small spatial scales may reflect restricted population connectivity, resulting in evolutionary or plastic responses to environmental heterogeneity. Species delimitation of shelled gastropods is often based solely on shell characteristics; therefore, morphological variation can lead to taxonomic confusion and inaccurate estimates of species diversity. A comprehensive delimitation approach based on both phenotypic and genotypic information is needed in the face of such taxonomic uncertainty.
The common whelk Buccinum undatum, a subtidal gastropod ubiquitous in the North Atlantic, exhibits considerable spatial variation in shell morphology and color. The purpose of the current project was to perform a comprehensive analysis of phenotypic differentiation across the whelk’s distribution and compare with a revised analysis of molecular genetic differentiation among the populations.
Phylogenetic reconstruction revealed monophyletic Eastern and Western North Atlantic whelk lineages, which diverged early in the Pleistocene glaciation (~2.1 Mya). Species screening indices indicated cryptic speciation as a result of allopatric divergence. Genetic distances between populations from the two continents were similar to or greater than interspecific genetic distances across several North Pacific and North Atlantic Buccinum species. Morphological differentiation in whelk populations across the North Atlantic reflected this genetic split. Concordant with observed genetic differentiation, Canadian and Icelandic whelk reared in a common garden experiment revealed consistent morphological differences between juveniles from the two continents. Finally, analysis of fine-scaled phenotypic variation of common whelk in Breiðafjörður, Iceland, revealed that shell color diversity, shape and proportion of striped individuals were all related to depth.
Svæðisbundinn útlitsbreytileiki sjávarkuðunga ber oft vitni um lítinn samgang milli stofna og getur endurspeglað þróun aðskildra stofna eða ólík vaxtarskilyrði í mismunandi umhverfi. Þar sem sjávarsniglategundir eru oft skilgreindar eingöngu út frá útlitseinkennum kuðungsins, getur slíkur útlitsbreytileiki leitt til óljósrar flokkunarfræði og ónákvæms mats á raunverulegum tegundafjölbreytileika. Það er því þörf á að skilgreina tegundir byggt á viðamiklum gögnum sem ná yfir bæði erfða- og útlitsupplýsingar. Beitukóngur (Buccinum undatum L.) er algengur sjávarsnigill í Norður-Atlantshafi sem er þekktur fyrir talsverðan svæðisbundinn breytileika í lögun og lit kuðunga. Markmið þessa verkefnis var að framkvæma yfirgripsmikla greiningu á útlitsbreytileika beitukóngs í NorðurAtlantshafi og bera saman við upplýsingar um hvatberabreytileika tegundarinnar. Greining á hvatberabreytileika leiddi í ljós einættaða beitukóngsstofna í austur- og vesturhluta Norður-Atlantshafs, sem hafa verið aðgreindir síðan snemma á Pleistocene jökulskeiðinu (fyrir 2,1 milljón árum síðan). Tegundaaðgreiningarviðmið bentu til þess að um dultegundir (e. cryptic species) væri að ræða, sem afleiðing af sögulegum aðskilnaði (e. allopatric divergence). Erfðafjarlægðir milli stofna í heimsálfunum tveimur voru svipaðar eða meiri en erfðafjarlægðir milli nokkurra Buccinum tegunda í Norður-Kyrrahafi og Norður-Atlantshafi. Munur á útliti beitukónga beggja vegna Norður-Atlantshafs endurspeglar þessa erfðafræðilegu aðgreiningu. Sömuleiðis endurspeglaðist þessi munur í ungviði beitukónga frá Kanada og Íslandi sem alið var upp við staðlaðar aðstæður á rannsóknarstofu. Að lokum leiddi nákvæm greining á svipgerðabreytileika beitukóngs í Breiðafirði í ljós að litabreytileiki, lögun og hlutfall röndóttra einstaklinga voru háð dýpi.
Svæðisbundinn útlitsbreytileiki sjávarkuðunga ber oft vitni um lítinn samgang milli stofna og getur endurspeglað þróun aðskildra stofna eða ólík vaxtarskilyrði í mismunandi umhverfi. Þar sem sjávarsniglategundir eru oft skilgreindar eingöngu út frá útlitseinkennum kuðungsins, getur slíkur útlitsbreytileiki leitt til óljósrar flokkunarfræði og ónákvæms mats á raunverulegum tegundafjölbreytileika. Það er því þörf á að skilgreina tegundir byggt á viðamiklum gögnum sem ná yfir bæði erfða- og útlitsupplýsingar. Beitukóngur (Buccinum undatum L.) er algengur sjávarsnigill í Norður-Atlantshafi sem er þekktur fyrir talsverðan svæðisbundinn breytileika í lögun og lit kuðunga. Markmið þessa verkefnis var að framkvæma yfirgripsmikla greiningu á útlitsbreytileika beitukóngs í NorðurAtlantshafi og bera saman við upplýsingar um hvatberabreytileika tegundarinnar. Greining á hvatberabreytileika leiddi í ljós einættaða beitukóngsstofna í austur- og vesturhluta Norður-Atlantshafs, sem hafa verið aðgreindir síðan snemma á Pleistocene jökulskeiðinu (fyrir 2,1 milljón árum síðan). Tegundaaðgreiningarviðmið bentu til þess að um dultegundir (e. cryptic species) væri að ræða, sem afleiðing af sögulegum aðskilnaði (e. allopatric divergence). Erfðafjarlægðir milli stofna í heimsálfunum tveimur voru svipaðar eða meiri en erfðafjarlægðir milli nokkurra Buccinum tegunda í Norður-Kyrrahafi og Norður-Atlantshafi. Munur á útliti beitukónga beggja vegna Norður-Atlantshafs endurspeglar þessa erfðafræðilegu aðgreiningu. Sömuleiðis endurspeglaðist þessi munur í ungviði beitukónga frá Kanada og Íslandi sem alið var upp við staðlaðar aðstæður á rannsóknarstofu. Að lokum leiddi nákvæm greining á svipgerðabreytileika beitukóngs í Breiðafirði í ljós að litabreytileiki, lögun og hlutfall röndóttra einstaklinga voru háð dýpi.
Original language | English |
---|---|
Qualification | Doctor |
Supervisors/Advisors |
|
Publisher | |
Publication status | Published - Oct 2020 |
Other keywords
- Phenotype
- Genotype
- Gastropods
- Morphology
- Evolutionary biology
- Beitukóngur
- Arfgerðir
- Skeldýr
- Þróunarfræði
- Líffræði
- Doktorsritgerðir