Pólitísk markaðsfjölmiðlun

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

4 Downloads (Pure)

Abstract

Flokksfjölmiðlun þreifst hér á landi fram undir síðustu aldamót og sú umbreyting sem Blumler & Kavanagh (1999) kölluðu „Þriðja skeið pólitískrar boðmiðlunar“ og felst m.a. í aukinni sérfræðiþekkingu í boðmiðlun innan stjórnmálaflokka og mikilli fagvæðingu blaðamannastéttarinnar og fjölmiðla, hefur
haft styttri tíma til að þroskast en raunin var víða í nágrannalöndunum. Í þessari
grein eru birtar niðurstöður úr frambjóðendakönnun sem gerð var meðal frambjóðenda allra stjórnmálaflokka í öllum kjördæmum fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Niðurstöðurnar sýna með afgerandi hætti að íslenskir stjórnmálamenn hafa litla tiltrú á fagmennsku blaðamanna, óhæði fjölmiðla gagnvart stjórnmálaflokkum og þeirri óhlutdrægni sem alla jafna er talin fylgja markaðsvæðingu og umbreytingu frá ytri yfir í innri fjölbreytni í fjölmiðlun (Hallin og Mancini, 2004). Þvert á móti virðast stjórnmálamenn sjá íslenskan fjölmiðlamarkað í pólitísku ljósi þar sem flokksmiðlun og ytri fjölbreytni er áberandi mikilvæg. Leidd eru rök að því að þessar niðurstöður styðji að til hafi orðið kerfi „pólitískrar markaðsfjölmiðlunar“ á Íslandi, m.a. vegna mikillar sögulegrar nálægðar flokksfjölmiðlunar, bernsku í fagvæðingu blaðamannastéttarinnar, fárra og frjálslegra reglna um fjölmiðlamarkaðinn, mikillar samþjöppunar eignarhalds á fjölmiðlum og samkrulls eigendavalds og flokkspólitíkur.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)509-530
Number of pages22
JournalStjórnmál og stjórnsýsla
Volume9
Issue number2
DOIs
Publication statusPublished - 15 Dec 2013

Other keywords

  • Political communication
  • Political bias
  • Professional journalism
  • Media

Cite this