Offitumeðferð barna í Heilsuskóla Barnaspítalans: Breytingar á algengi ADHD, einhverfu, kvíða og þunglyndis

Sigrún Þorsteinsdóttir, Berglind Brynjólfsdóttir, Ragnar Bjarnason, Tryggvi Helgason, Anna Sigríður Ólafsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Erlendar rannsóknir hafa sýnt að börn með taugaþroskaraskanir (einhverfurófsröskun og athyglisbrest með ofvirkni (ADHD)) eru líklegri til að vera í offituflokki en börn án þessara raskana. Einnig eru börn með þunglyndi og kvíðaraskanir líklegri til að vera með offitu en börn án þessara raskana. Rannsóknir vantar á tíðni þessara raskana hjá íslenskum börnum í offituflokki. Markmið rannsóknar var að meta tíðni fylgiraskana barna sem vísað var í offitumeðferð til Heilsuskóla Barnaspítalans á árunum 2011-2016 sem og breytingar í tíðni raskana á tímabilinu. Rannsóknin var afturvirk og byggð á ópersónugreinanlegum upplýsingum úr sjúkraskrám 379 barna með offitu á aldrinum 4-18 ára. Í inntökuviðtali fengust bakgrunnsupplýsingar um foreldra, þyngdarstöðu barna (skipt í <3,5 og ≥3,5 LÞS-SFS), greiningar, hegðun, líðan og fleira. Upplýsingar voru færðar í REDCap gagnagrunn og unnið úr þeim í tölfræðiforritinu SPSS. Niðurstöður sýndu að hlutfall fylgiraskana er hátt hjá börnum sem koma í offitumeðferð. Aukning varð í hlutfalli barna með kvíða, ADHD, einhverfu og námserfiðleika en ekki þunglyndi á milli áranna 2011/12 og 2015/16. Börnum með ADHD fjölgaði mest. Tvöfaldar líkur voru á að börn með þunglyndi eða einhverfurófsröskun væru í hærri þyngdarflokki eða minnst 3,5 staðalfráviksstigum yfir líkamsþyngdarstuðli (LÞS-SFS) samanborið við börn án sömu raskana. Börn með ADHD og einhverfu voru 3,2 sinnum líklegri til að vera ≥3,5 LÞS-SFS en börn með kvíða eða ADHD með kvíða voru 1,8 sinnum líklegri til þess. Börn með kvíða voru tvisvar sinnum líklegri til að detta úr meðferð strax eftir inntökuviðtal og börn með þunglyndi voru þrisvar sinnum líklegri til þess. - Children with neurodevelopmental disorders such as Attention/Deficit Hyperactive Disorder (ADHD) and Autism Spectrum Disorder (ASD) are more likely to be obese than children without these disorders, especially when comorbid with psychopathology. No information is available on these groups in Iceland. The aim was to analyse the prevalence of and changes of prevalence in potential comorbid disorders among children referred to obesity treatment between 2011 and 2016. The participants were 4-18-year-old patients (n=379). Data was collected retrospectively from patients’ medical records, including weight and height. Information provided by parents included occupational status, education level and information on children’s disorders, behaviour and wellbeing. Data was recorded and stored in the REDCap database and statistically analysed using SPSS. From 2011 to 2016, there was an increase in all disorders, except depression (ASD, ADHD, anxiety, ASD with ADHD and anxiety and ADHD). Children with depression or ASD had a twofold likelihood of being ≥ 3.5 standard deviations above the mean in terms of Body Mass Index (BMI-SDS) compared with children without these disorders. Children with autism and ADHD were 3.2 times more likely, and children with anxiety or ADHD and anxiety combined were 1.8 times more likely to be ≥ 3.5 BMI-SDS than children without these disorders. Children with anxiety or depression were at least twice as likely to drop out of treatment at the onset as children without these disorders.
Original languageIcelandic
JournalSálfræðiritið
Publication statusPublished - 2017

Other keywords

 • ADHD
 • Einhverfa
 • Kvíði
 • Þunglyndi
 • PED12
 • PSC12
 • NUR12
 • Attention Deficit Disorder with Hyperactivity
 • Autism Spectrum Disorder
 • Anxiety
 • Depression
 • Obesity

Cite this