Notkun vímuefna í æð: Afdrif sjúklinga eftir innlögn á gjörgæslu og niðurstöður réttarefnafræðilegra rannsókna við andlát

Kristinn Sigvaldason, Þóroddur Ingvarsson, Svava Þórðardóttir, Jakob Kristinsson, Sigurbergur Kárason

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Inngangur: Notkun vímuefna í æð er alþjóðlegt vandamál sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir neytandann og samfélagið í heild. Markmið rannsóknarinnar var að skoða tvennt varðandi alvarlegustu afleiðingar neyslu vímuefna í æð: afdrif þeirra sem þurftu að leggjast inn á gjörgæslu og réttarefnafræðilegar skýrslur um andlát eftir neyslu vímuefna í æð. Efniviður og aðferðir: Kannaðar voru allar innlagnir á gjörgæsludeild Landspítala sem tengdust notkun vímuefna í æð á tímabilinu 2003-2007 og metin 5 ára lifun. Einnig var farið yfir réttarefnafræðilegar skýrslur vegna dauðsfalla einstaklinga með sögu um notkun vímuefna í æð á sama tímabili. Niðurstöður: Alls reyndust 57 einstaklingar hafa sögu um notkun vímuefna í æð við innlögn á gjörgæsludeild á tímabilinu, sem er um 1% af heildarfjölda innlagna. Innlagnir voru oftast vegna eitrunar (52%) eða lífshættulegrar sýkingar (39%). Miðgildi aldurs var 26 ár og 66% voru karlar. Eitranir voru algengastar, oftast vegna misnotkunar á lyfseðilsskyldum lyfjum. Dánartíðni á sjúkrahúsi var 16% og 5 ára dánartíðni 35%. Meðaltími frá útskrift að andláti var 916 ± 858 dagar. Alls fundust 38 krufningarskýrslur einstaklinga með sögu um notkun vímuefna í æð á tímabilinu, eða 4,1/105/ár fyrir aldurshópinn 15-59 ára. Algengasta dánarorsök var eitrun (53%) sem oftast var vegna misnotkunar á lyfseðilsskyldum lyfjum (90%) og oft voru mörg efni tekin samtímis. Ályktun: Lífslíkur einstaklinga sem nota vímuefni í æð og hafa þurft gjörgæsluinnlögn eru verulega skertar. Áhyggjuefni er hve algengt er að nota lyfseðilsskyld lyf við slíka neyslu. Umfang vandans virðist svipað og á öðrum Norðurlöndum.----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Introduction: Injecting drug abuse is a worldwide problem with serious consequences for the individual and for society. The purpose of this study was to gather information on the most serious complications of injecting drug use from two perspectives, intensive care admissions and forensic toxicology reports. Material and methods: Firstly, intensive care admissions related to injecting drug abuse during a five year period were reviewed for demographics, complications and 5 year survival. Secondly, information from forensic toxicology reports regarding deaths amongst known injecting drug abusers were gathered for the same period. Results: A total of 57 patients with a history of active injecting drug use were admitted to intensive care or approximately 1% of admissions, most often for overdose (52%) or life threatening infections (39%). Median age was 26, males were 66%. The most common substances used were prescription drugs. Hospital mortality was 16% and five year survival 65%. Average time from hospital discharge to death was 916±858 days. During the study period 38 deaths of individuals with a history of injecting drugs were identified by forensic toxicology reports or 4.1/105 population/year (age 15-59). Cause of death was most often overdose (53%), usually from prescription opiates but multiple drug use was common. Discussion: The life expectancy of injecting drug abusers after intensive care admission is substantially decreased, with 35% death rate within five years. A widespread use of prescription drugs is of concern. Injecting drug abuse seems to be a similar health problem in magnitude in Iceland as in other Scandinavian countries.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - Oct 2014

Other keywords

  • Fíkniefnaneytendur
  • Dánartíðni
  • Sjúkrahús
  • Substance Abuse, Intravenous
  • Intensive Care Units
  • Patient Admission
  • Prescription Drugs
  • Drug Users
  • Substance Abuse, Intravenous/mortality
  • Survival Rate

Cite this