Nikótíntyggigúmmí við meðferð reykinga : tvíblind samanburðarrannsókn

Þorsteinn Blöndal

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Þessi rannsókn var gerð til að kanna áhrif nikótíntyggigúmmís á árangur fólks, sem vildi hætta að reykja. Reykingafólki úr þjóðskrárúrtaki var gert skriflegt tilboð um að koma á reykingavarnanámskeið og var það þegið af um einum tíunda hluta hópsins. Námskeiðin fóru fram með hópfundum og fræðslu. Í nikótínhópnum voru 92 þátttakendur sem áttu völ á nikótíntyggigúmmíi með 4 mg styrk, en til viðmiðunar voru 90 einstaklingar, sem notuðu lyfleysu (placebo). Haldnir voru fimm fundir á tæpum mánuði en síðan haft símasamband við þátttakendur á þriggja mánaða fresti í eitt ár. Þá var gerð mæling á kolsýrlingi í útöndunarlofti til að staðfesta reykbindindið. Eftir eitt ár voru 43,5% enn í reykbindindi í nikótínhópnum en 27,8% í lyfleysuhópnum. Ef litið er á þá, sem notuðu tyggigúmmí daglega kom í ljós að 53,1% þeirra sem höfðu nikótíntyggigúmmí héldu reykbindindið eftir árið, en 27,5% þeirra sem notuðu lyfleysu. Metið var með spurningalista og hækkandi stigum frá 0 til 11 hversu sólgnir þátttakendurnir voru í nikótín. Fólkinu var skipt í tvo hópa, lága að stigum frá 0 til 6 og háa að stigum frá 7 til 11. Hinir stigaháu voru 72 og var árangur meðferðar 40,9% ef þeir áttu völ á nikótíni, en 3,6% annars. Hjá þeim 110, sem voru lágir að stigum voru samsvarandi tölur 45,8 og 38,7% eftir eitt ár. Nikótíntyggigúmmí er því virkt efni við meðferð reykinga.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 15 Jan 1988

Other keywords

  • Reykingar
  • Tóbaksvarnir
  • Nicotine
  • Smoking Cessation

Cite this