Nýting tannlæknaþjónustu á Norðurlöndum

Kasper Rosing, Liisa Suominen, Inga Bergmann Árnadóttir, Lars Gahnberg, Anne Nordrehaug Åström

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

ýting eða aðsókn að tannlæknaþjónustu er skilgreind sem hlutfall ákveðins hóps sem fær tannlæknaþjónustu á tilteknu tímabili.
Skilgreining þess hvað telst regluleg tannlæknaþjónusta tekur mið af einstaklingsbundnum þörfum. Skipulag tannlæknaþjónustu
á Norðurlöndum deilir mörgum sameiginlegum þáttum þar sem hugmyndafræðin er sú að íbúar hafi rétt á jöfnu aðgengi að
heilbrigðisþjónustu. Almennt er aðsókn íbúa Norðurlanda að tannlæknaþjónustu góð sem og skilningur á þörf fyrir reglulega
tannlæknaþjónustu. Aðsókn sem er lægri en 100% á ársgrundvelli má að hluta til útskýra með því að munn- og tannheilsa íbúa
Norðurlanda fer stöðugt batnandi og því eru sífellt fleiri einstaklingar sem ekki þurfa lengur á árlegu eftirliti að halda. Vísbendingar
eru þó um að aðrir þættir komi þar einnig við sögu, svo sem tannlæknaótti, félags- og efnahagslegir þættir, erfiðleikar við aðgengi
og kostnaður. Sumir þjóðfélagshópar, sérstaklega aldraðir og félagslega viðkvæmari hópar njóta ekki góðs af núverandi kerfi sem
skyldi. Þessi staðreynd er bagaleg, bæði frá siðferðilegu og lagalegu sjónarmiði.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)60-71
JournalTannlæknablaðið
Volume39
Issue number2
DOIs
Publication statusPublished - 2021

Cite this