Nýskipan í ríkisrekstri: Þjónustusamningar hins opinbera og réttarstaða notenda þjónustu. New Public Management: Government Contracting Out and Citizens‘ Rights

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Í grein þessari er fjallað um réttindi notenda þjónustu þegar verkefnum hins
opinbera hefur verið útvistað með þjónustusamningum byggðum á 30. gr.
fjárreiðulaga. Umfjöllunin er í eðli sínu þverfagleg á sviði stjórnsýslufræða
annars vegar og stjórnsýsluréttar hins vegar. Hugmyndafræðin, sem liggur að
baki þjónustusamningum, byggir á þeirri hugsun að hægt sé að einkavæða
verkefni hins opinbera án þess að það hafi nein áhrif á réttarstöðu þeirra sem
njóta þjónustunnar. Út frá sjónarhorni stjórnsýsluréttarins er hins vegar horft
til þess að verkefni stjórnvalda hafi ákveðinn tilgang og hlutverk ásamt því að
um þau gildi ákveðnar reglur sem ekki síst sé ætlað að vernda þá sem njóta
þjónustunnar. Þegar verkefni eru færð frá hinu opinbera til einkaaðila missi
þessar reglur ef til vill marks og þeir sem þjónustunnar njóta kunni að skaðast
og um leið bresti hugsanlega ábyrgðarleiðir innan stjórnsýslunnar. Niðurstöður benda til þess að nokkuð skorti á að lagaheimildir að baki þjónustusamningum sem og að innihald samninganna sjálfra sé nægilega skýrt.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)133-151
JournalIcelandic Review of Politics & Administration
Volume8
Issue number1
DOIs
Publication statusPublished - Jun 2012

Cite this