Nýmyndun vefja við tennur og tannplönt : líffræðilegar forsendur

Þórarinn J. Sigurðsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Vel hefur tekist til við að fmna leiðir til þess að stöðva framvindu tannholdsbólgu. Hins vegar er enn býsna langt í land með að tannlæknar hafi náð tökum á að byggja upp aftur vefi sem tapast hafa vegna sjúkdómsins. Ýmsum aðferðum hefur þó verið beitt í þessum tilgangi, og er notkun beingræðlinga og svokallaðra membra þar lang algengust. Á seinustu árum hefur svo verið horft æ meira til lífefna s.s. vaxtarpróteina og beinmyndandi próteina, en þær aðferðir eru enn á tilraunastigi. Þessi grein fjallar um líffræðilegar forsendur fyrir meðferð með membrum og beinmyndandi próteinum til þess að byggja upp vefi við tennur og tannplönt. Einkum er fjallað um möguleikana á að nota þessar aðferðir til þess að byggja upp lárétt niðurbrot í tannveginum.
Usually therapies aiming for arresting a periodontal disease process are quite successful. When it, however, comes to regenerating lost periodontal and peri-implant structures current methods are at the best unpredictable. Through recent years various bone graft materials and membranes have been popular to promote healing in periodontal and peri-implant defects. Moreover, growth factors and bone morphogenetic proteins have entered this scene for experimental purposes. This paper reviews current concepts behind periodontal and peri-implant wound healing with help form membranes and bone morphogenetic proteins. It focuses mainly on the possibilities to use these therapies for the treatment of horizontal tissue break down around teeth and implants.
Original languageIcelandic
JournalTannlæknablaðið
Publication statusPublished - 2000

Other keywords

  • Tennur
  • Tannlækningar
  • Tannholdsbólga
  • Tannsjúkdómar
  • Periodontal Diseases

Cite this