Nýgengi og algengi jákvæðra berklaprófa meðal skólabarna

María I. Gunnbjörnsdóttir, Þorsteinn Blöndal, Haraldur Briem, Örn Ólafsson, Sigríður Jakobsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Objectives: To investigate the incidence and prevalence of positive tuberculin skin test reactions in schoolchildren from six to 16 years of age. Material and methods: Data from tuberculin test school surveys in Reykjavik during the years 1958 to 1991 are available for almost all individuals of each age cohort. During 1958 to 1991 schoolchildren from six to 16 years of age were tested annually. In Iceland regular BCG vaccination in children or aldults has never been applied. Results: Incidence of positive tests in all ages fell from 2.5 (per 1000 tested per year) from 1958 down to 0.5 in the mid seventies and after that the incidence remained low. Prevalence of positive tests for the same age group in different age cohorts showed that for each age group from seven to 16 years positive tests were most common at the beginning of the study period but decreased successively to the beginning of the seventies. The prevalence of positive tests was low and almost unchanged during 1976 to 1991 and varied from 0 -1.6 (per 1000 tested per year) among children seven to eight years of age, 0-2.9 among children 11 to 12 years of age and from 0-3.8 among those aged 15 to 16 years. Conclusion: During the last decade little has been gained by systematic testing for tuberculosis as a tool for finding newly infected persons or carriers of M. Tuberculosis. It seems to us that the results of this study do not justify systematic testing for tuberculous infection in all schoolchildren. Increased emphasis should be placed on testing among risk groups such as immigrants from countries where tuberculosis is endemic. Recent infection due to M. Tuberculosis is a high risk factor for tuberculosis. Search for newly infected persons in close contact with infectious patients with tuberculosis should have priority next to the diagnosis and treatment of the patients. Tests for tuberculosis among those who want to immigrate to Iceland circumscribe another risk group where containment of tuberculosis is possible.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi og algengi jákvæðra berklaprófa meðal skólabarna í Reykjavik á árunum 1958-1991. Efniviður og aðferðir: Til eru berklaprófunargögn frá 1958-1991 um næstum alla einstaklinga viðkomandi fæðingarárganga í Reykjavík. Á árunum 1958-1991 voru sex til 16 ára skólabörn lengst af prófuð árlega, en hérlendis hefur berklabólusetningu aldrei verið beitt kerfisbundið. Niðurstöður: Nýgengi jákvæðra berklaprófa meðal skólabarna á aldrinum sex til 16 ára féll úr 2,5 tilfellum á 1000 prófaða árið 1958 niður undir 0,5 tilfelli um miðjan áttunda áratuginn og hélst eftir það í megindráttum lágt. Algengi jákvæðra berklaprófa sama aldurs mismunandi árganga í Reykjavík sýndi að fyrir hvern aldur frá sjö til 16 ára voru jákvæð próf langalgengust í byrjun tímabilsins en fækkaöi þar til í byrjun áttunda áratugarins. Frá 1976 til 1991 var algengi jákvæðra prófa næstum óbreytt og lágt það er frá 0-1,6 tilfelli á 1000 prófuð skólabörn á ári meðal sjö til átta ára, 0-2,9 meðal 11-12 ára og frá 0-3,8 tilfelli meðal 15-16 ára. Ályktun: Síðasta áratuginn hefur lítill afrakstur orðið af skólaberklaprófum sem tæki til aö finna nýsmitaða eða smitbera. Virðist okkur sem niðurstöður venjubundinna berklaprófa í skólum réttlæti ekki próf á öllum skólabörnum heldur eigi að auka áherslu á prófin meðal áhættuhópa eins og innflytjenda þaðan sem berklar eru landlægir. Nýleg smitun af völdum M. tuberculosis er sterkur áhættuþáttur fyrir berklaveiki. Leit að nýsmituðum í næsta umhverfi berklaveikra smitbera á að hafa forgang, næst á eftir greiningu og meðferð berklaveikra. Berklapróf meðal þeirra sem hyggjast setjast að hérlendis afmarka annan áhættuhóp, þar sem unnt er að stemma stigu við berklum.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Oct 1996

Other keywords

  • Berklar
  • Börn
  • Iceland
  • Tuberculin Test
  • Child
  • Tuberculosis Vaccines
  • Tuberculosis
  • School Health Services

Cite this