Ný herpesveira : herpes 6

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Árið 1986 uppgötvaðist af tilviljun ný herpes-veira í mönnum. Frumuskemmdir, þ.e. risafrumumyndanir sáust í eitilfrumuræktunum (lymphocytum) frá sjúklingum með ýmis eitlaæxli og einnig eyðni (1,2). Í rafeindasmásjá sáust eindir, sem líktust mjög herpesveirum, en mótefni gegn öðrum þekktum herpesveirum hvörfuðust ekki við þessa nýju veiru. Kjarnsýrurannsóknir leiddu ekki heldur í ljós þekkta herpesveiru. Var því talið að um nýja herpesveiru væri að ræða. Var nýja veiran fyrst einangruð frá B-eitilfrumum og því fyrst nefnd »human B cell lymphotropic virus« (HBLV), en síðar kom í ljós, að veiran vex í ýmsum frumum, ekki síst í T-eitilfrumum, blóðfiögumæðrum (megacaryocytum), taugatróðfrumumæðrum (glioblastomafrumum) og líklega bandvefsfrumum (3). Var nafninu þá breytt í herpesveira 6 (»human herpes virus 6«) (HHV-6) (4).
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Sept 1991

Other keywords

  • Herpesvirus 6, Human

Cite this