Nóbelsverðlaun í lífeðlis- eða læknisfræði 2006 – RNA íhlutun

Research output: Other contributionWorkshop presentation

Abstract

Prófessor Andrew Z. Fire við Stanford Háskóla og prófessor Craig C. Mello við Háskólann í Massachusetts deila Nóbelsverðlaunum í lífeðlis- eða læknisfræði árið 2006. Þeir hljóta verðlaunin fyrir uppgötvun sína á því að tvíþátta RNA sameindir geta stjórnað genatjáningu og byggir sú stjórnun á samsvörun í kirnisröð, ferli sem hefur verið kallað RNA íhlutun (interference). Þessi genastjórnun er mikilvæg fyrir þroskun lífvera og starf fruma og vefja. Einnig hefur komið í ljós að RNA íhlutun getur virkað sem veiruvörn og stuðlar að stöðugleika erfðaefnis. Í dag er tvíþátta RNA mikið notað á rannsóknastofum til að rannsaka genastarf. Uppgötvun á RNA íhlutun hefur þegar haft mikil áhrif í líf- og læknisfræði og gæti orðið mikilvæg viðbót sem meðferðararúrræði vegna sjúkdóma.
Original languageIcelandic
PublisherTilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
Number of pages1
Publication statusPublished - 2 Nov 2006

Cite this