Næsti heimsfaraldur inflúensu [ritstjórnargrein]

Haraldur Briem

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Á hverjum vetri gengur inflúensa, oftast af A stofni, yfir þjóðina og veldur veikindum, fjarvistum frá vinnustöðum og jafnvel nokkrum umframdauða (fjöldi látinna umfram það sem búist er við) sem oftast vekur litla athygli þar sem gamalt og veikburða fólk á yfirleitt í hlut. Óvenju margar dánartilkynningar sem fylgdu í kjölfar inflúens­unnar í byrjun árs 2005 vöktu þó nokkra athygli. Ef skoðaðar eru dánartölur Þjóðskrárinnar kemur í ljós að umframdauði á tíma­bilinu 6.-12. febrúar 2005 nam um 40-50 tilfellum en slíkt er þó ekki óvenjulegt á vetrartímum hér á landi. Rannsókna er þörf á hlut inflúensunnar í aukinni dánartíðni en erlendar rannsóknir benda til þess að við megum búast við umframdauða af völdum inflúensu sem nemur um 30-50 tilfellum á ári (1) þrátt fyrir hvatningu til árlegrar inflúensubólusetningar fyrir alla sem eru eldri en 60 ára og þá sem eru í sérstakri áhættu (2) og að til eru sértæk inflúensu­lyf sem stytt geta veikindatímann og hugsanlega dregið úr dánartíðninni.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Aug 2005

Other keywords

 • Inflúensa
 • Sóttvarnir
 • Spænska veikin
 • Faraldsfræði
 • LBL12
 • Fræðigreinar
 • Disease Outbreaks
 • Humans
 • Iceland/epidemiology
 • Influenza, Human
 • World Health

Cite this