Nám og kennsla á yngsta stigi grunnskóla : einstaklingsmiðun og nýting á námsumhverfi

Anna Kristín Sigurðardóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Í greininni er sagt frá rannsókn á námsumhverfi á yngsta stigi grunnskóla með
hliðsjón af námi og kennslu í anda stefnumörkunar um einstaklingsmiðað nám.
Fjallað er um námsumhverfi í skólastofum á yngsta stigi og hvernig það er frábrugðið námsumhverfi á eldri stigum grunnskólans. Reynt er að greina hvernig
kennsluhættir tengjast skipulagi ytra umhverfis í skólastofunni, uppröðun borða,
tækjum og búnaði. Rannsóknin er hluti af stærra verkefni sem kallast Starfshættir
í grunnskólum. Þar var aflað gagna í 20 grunnskólum með vettvangsathugunum,
spurningalistum og viðtölum. Í þessum hluta var einungis unnið úr vettvangsathugunum. Niðurstöður leiddu í ljós að umhverfi í skólastofum 1.– 4. bekkjar í
grunnskólunum 20 var með öðrum hætti en í eldri árgöngum, stofurnar voru líflegri, borðum var frekar raðað þannig að börnin sátu í hópum og horfðu hvert á
annað og algengara var að sjá kennara vinna saman og deila með sér ábyrgð.
Einnig kom í ljós að minna var um beina kennslu á yngsta stigi en á eldri stigum
og meira um umræður í bekknum sem heild. Ekki virtist vera mikill munur á umhverfi milli ára á yngsta stigi. Enn virðist vera nokkuð í það að markmið um einstaklingsmiðað nám náist þó að greina megi vísbendingar um að þróun í þá átt
sé lengra komin á yngsta stigi en öðrum aldursstigum.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)1-16
JournalNetla
Publication statusPublished - 2012

Cite this