Mismikil beinþynning í lendhrygg og lærleggshálsi

Gunnar Sigurðsson, Díana Óskarsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Objective: The aim of this study was to compare the results provided by the measurement of vertebral bodies (L:II-IV) and femoral neck bone mineral density (BMD) by dual energy X-ray absorptiometry (DEXA) for assessing the individual risk of osteoporosis. Material and methods: Three-hundred-thirty-one Icelandic women aged 35-65 years who attended the Reykjavik City Hospital Bone Densitometry during the period, 1st of October 1994 — 31st of December 1995, participated in the study. Women who had received hormone replacement therapy or were receiving drugs or had a disease known to affect bone metabolism were excluded. Criteria suggested by WHO were used to categorize women as "at risk" for osteoporosis, bone density >1 standard deviation below the young adult mean (35-40 years in our case) or as "low risk", bone density above this level. Results: When lumbar vertebral body BMD was used as the primary risk indicator, 18.7% of the women classified as low risk would be at risk if femoral neck BMD was added. Similarly when femoral neck BMD was used as a prime indicator 7.5% of the women classified as low risk would be at risk if lumbar BMD was added. Conclusion: These results suggest that both lumbar vertebral and femoral neck measurements should be made when assessing the risk in this age group as an aid in deciding preventive therapy.
Tilgangur: Beinmagnsmælingar í lendliðbolum og lærleggshálsi hafa reynst hafa verulegt forspárgildi um beinbrot á þessum stöðum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hversu vel mæling á öðrum staðnum segði til um beinmagn á hinum staðnum í áhættuhópi íslenskra kvenna. Efniviður og aðgerðir: Beinmagn („bone mineral density", g/sm2) var mælt á Borgarspítalanum með dual energy absorptiometry (DEXA) í lendliðbolum (L:II-L:IV) og lærleggshálsi íslenskra kvenna (n=331) á aldrinum 35-65 ára. Konur sem tekið höfðu tíðahvarfahormón voru útilokaðar. Ómarkvísi mælingaraðferða var 1,0-1,6%. Niðurstöður: Fylgnistuðull (r) milli mælistaða reyndist 0,72. Ef stuðst var við skilgreiningu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar á ónógu beinmagni (osteopenia), sem eitt staðalfrávik neðan meðaltals ungra kvenna, vanmat mæling á lendhrygg ónógt beinmagn í lærleggshálsi í 18,7% tilfella. Ef mælt var eingöngu í lærleggshálsi vanmat sú mæling 7,5% kvenna sem voru neðan þessara marka í mælingu á lendliðbolum. Ef notuð voru skilmerki beinþynningar (osteoporosis) sem 2,5 staðalfrávik neðan meðaltals ungra kvenna voru samsvarandi tölur 4,8% og 3,6%. Ályktun: Þessar niöurstöður benda til að æskilegt sé að mæla beinmagn bæði í lendhrygg og lærleggshálsi við mat á beinþynningu kvenna í þessum aldurshópi.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Sept 1996

Other keywords

 • Konur
 • Beinþynning
 • Mælingar
 • Iceland
 • Bone Density
 • Women
 • Lumbar Vertebrae
 • Femur Neck
 • Radiography
 • Absorptiometry, Photon
 • Osteoporosis

Cite this