TY - JOUR
T1 - Metýlun stjórnraðar og tjáning Lactoferrins í lungnaæxlum.
AU - Petursdottir, Thorgunnur Eyfjord
AU - Thorsteinsdottir, Unnur
AU - Kristjansdottir, Sigrun
AU - Olafsdottir, Kristrun
AU - Möller, Páll Helgi
AU - Imreh, Stefan
AU - Egilsson, Valgardur
AU - Björnsson, Jóhannes
AU - Ingvarsson, Sigurður
PY - 2011/11/11
Y1 - 2011/11/11
N2 - Inngangur: Lactoferrin (LF) genið er staðsett á litningasvæði sem kallað er CER1 (common eliminated region 1). Svæðinu sem er á 3p21.3 er oftast eytt úr erfðaefni æxla sem myndast út frá samrunafrumum sem ræktaðar eru í ónæmisbældum músum. Einnig höfum við fundið mjög háa tíðni úrfellinga (loss of heterozygosity) á þessu svæði í lungnaæxlum úr mönnum. Lf hefur bæði verið tengt við aukningu og bælingu æxlisvaxtar. Markmið: Að skoða genetískar og epigenetískar breytingar auk tjáningu Lf. Aðferðir: Útraðir LF voru skimaðar með SSCP aðferð fyrir breytileika í 70 lungnaæxlum og síðan var kannað með raðgreiningu hvort sá breytileiki sem fannst væru stökkbreytingar. Metýlun var könnuð með því að raðgreina bísúlfítmeðhöndluð erfðaefnissýni úr 14 lungnæxlum og eðlilegum vef til samanburðar. Mótefnalitun var notuð til að kanna tjáningu próteinsins í 60 lungnaæxlum og aðlægum eðlilegum vef, flest æxlanna voru adenocarcinoma eða squamous cell carcinoma. Niðurstöður: Í LF geninu fundum við breytileika í exoni 2 í hárri tíðni (39%) miðað við viðmið (27%). Um er að ræða þekkta basabreytingu sem leiðir til amínósýru skipta úr Alanine yfir í Threonine (A29T) en breytingin hefur ekki verið tengd við æxlisvöxt. Á stjórnröð gensins eru 14 CpG staðir. Við fundum metýlun bæði í eðlilegum vef og æxlisvef, en í auknum mæli í æxlum. Samkvæmt okkar niðurstöðum voru CpG staðir númer 3, 4, 5 og 14 meira metýleraðir í æxlum en í viðmiði. Engin Lf tjáning fannst í 92% æxla. Ályktun: Í fyrri rannsókn fundum við mjög háa tíðni úrfellinga á CER1 sem bendir til þess að á svæðinu geti verið eitt eða fleiri æxlisbæligen. Tjáning á Lf próteininu er minnkuð/engin í flestum æxlanna. Metýlun á stjórnröð LF er meiri í æxlum. Stökkbreytingar eru sjaldgæfar í LF geninu.
AB - Inngangur: Lactoferrin (LF) genið er staðsett á litningasvæði sem kallað er CER1 (common eliminated region 1). Svæðinu sem er á 3p21.3 er oftast eytt úr erfðaefni æxla sem myndast út frá samrunafrumum sem ræktaðar eru í ónæmisbældum músum. Einnig höfum við fundið mjög háa tíðni úrfellinga (loss of heterozygosity) á þessu svæði í lungnaæxlum úr mönnum. Lf hefur bæði verið tengt við aukningu og bælingu æxlisvaxtar. Markmið: Að skoða genetískar og epigenetískar breytingar auk tjáningu Lf. Aðferðir: Útraðir LF voru skimaðar með SSCP aðferð fyrir breytileika í 70 lungnaæxlum og síðan var kannað með raðgreiningu hvort sá breytileiki sem fannst væru stökkbreytingar. Metýlun var könnuð með því að raðgreina bísúlfítmeðhöndluð erfðaefnissýni úr 14 lungnæxlum og eðlilegum vef til samanburðar. Mótefnalitun var notuð til að kanna tjáningu próteinsins í 60 lungnaæxlum og aðlægum eðlilegum vef, flest æxlanna voru adenocarcinoma eða squamous cell carcinoma. Niðurstöður: Í LF geninu fundum við breytileika í exoni 2 í hárri tíðni (39%) miðað við viðmið (27%). Um er að ræða þekkta basabreytingu sem leiðir til amínósýru skipta úr Alanine yfir í Threonine (A29T) en breytingin hefur ekki verið tengd við æxlisvöxt. Á stjórnröð gensins eru 14 CpG staðir. Við fundum metýlun bæði í eðlilegum vef og æxlisvef, en í auknum mæli í æxlum. Samkvæmt okkar niðurstöðum voru CpG staðir númer 3, 4, 5 og 14 meira metýleraðir í æxlum en í viðmiði. Engin Lf tjáning fannst í 92% æxla. Ályktun: Í fyrri rannsókn fundum við mjög háa tíðni úrfellinga á CER1 sem bendir til þess að á svæðinu geti verið eitt eða fleiri æxlisbæligen. Tjáning á Lf próteininu er minnkuð/engin í flestum æxlanna. Metýlun á stjórnröð LF er meiri í æxlum. Stökkbreytingar eru sjaldgæfar í LF geninu.
UR - https://www.landspitali.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=28578
UR - https://timarit.is/page/6232148#page/n33/mode/2up
UR - https://laeknabladid.eplica.is/media/fylgirit-68-visindi-a-vordogum-2011-28.-april.-til-5.-mai-dagskra--agrip-veggspjalda/fylgirit-68.pdf
M3 - Útdráttur frá fundi
SN - 0023-7213
VL - 68
SP - 35
EP - 35
JO - Læknablaðið
JF - Læknablaðið
T2 - Líffræðiráðstefnan 2011
Y2 - 11 November 2011 through 12 November 2011
ER -