Menntun, starfsþróun og þjálfun hjúkrunarfræðinga til sérhæfðra verka: Mat hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðamóttöku á minniháttar ökkla- og fótaáverkum með aðstoð Ottawa gátlistans

Research output: Types of ThesisMaster's Thesis

Abstract

Sífellt fleira fólk leitar á slysa- og bráðamóttökur ár hvert og má búast við frekari fjölgun vegna vaxandi vöntunar á heimilislæknum. Erlendis hafa slysa- og bráðamóttökur brugðist við auknu álagi með því að auka sérhæfingu hjúkrunarfræðinga í þáttum sem áður skilgreindust sem læknaverk.
Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða hvernig nýta megi menntun, reynslu og þjálfun hjúkrunarfræðinga til hagsbóta fyrir sjúklinga á slysa- og bráðamóttökum. Rannsóknarspurningar lúta að sambærileika mats hjúkrunarfræðinga og unglækna á þörf fyrir myndgreiningu hjá sjúklingum með ökkla- og fótaáverka.
Aðferð: Rannsóknin var framsæ (e.prospective) samanburðarrannsókn sem fór fram á fjögurra mánaða tímabili á slysa- og bráðamóttöku FSA. Borið var saman sjálfstætt mat hjúkrunarfræðinga og unglækna á þörf fyrir myndgreiningu hjá sjúklingum sem komu á bráðamóttökuna með áverka á ökkla og fæti. Við matið studdust hjúkrunarfræðingar við Ottawa gátlistann, sem var þróaður til að nota við skoðun á ökkla- og fótaáverkum til að meta þörf á myndgreiningu, en unglæknar við hefðbundið mat. Niðurstöður voru bornar saman við niðurstöður röntgensérfræðings og settar fram sem næmi (e.sensitivity) og sértæki (e.specificity) skoðunarinnar með 95% öryggisbili. Notast var við Fishers próf og Kí-kvaðrat (χ² ) og fylgnistuðullinn phí (φ) til að skoða tengsl milli hópanna og lýsa styrk tengsla.
Niðurstöður: 48 af 109 sjúklingum sem leituðu á deildina vegna áverka á ökkla og fæti uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar. Tíu unglæknar og 13 hjúkrunarfræðinga tóku þátt. Næmi skoðunar hjúkrunarfræðinga með hjálp Ottawa gátlistans var 1.0 og sérhæfni 0,40 borin saman við næmi 0,90 og sérhæfni 0,35 hjá unglæknum. Marktækur munur var ekki á hópunum. Við skoðun á fæti var næmi 1.0 hjá báðum hópum og sérhæfni 0,21.
Niðurstöður rannsóknarinnar lofa góðu fyrir hagræðingu innan slysa- og bráðamóttöku FSA. Í framtíðinni ætti breytt vinnulag að gera þjónustuna við sjúklinga með áverka á ökkla og fæti markvissara, stytta biðtíma og leiða til aukinnar ánægju sjúklinga slysa- og bráðamóttökunnar.
Original languageIcelandic
QualificationMasters
Awarding Institution
  • University of Akureyri
Supervisors/Advisors
  • Sveinsdóttir, Herdís, Supervisor
  • Ólafsson, Ari H., Advisor, External person
Place of PublicationAkureyri
Publisher
Publication statusPublished - 2008

Other keywords

  • Nurses
  • Professional development
  • Injuries
  • Ankle
  • Foot
  • Ottawa ankle rules

Cite this