Abstract
The knowledge of drug side-effects is an important part of modern medicine and it is thought that about 25% of all side effects are based on activation of the immune system. Unlike most other side effects, immune responses to drugs are usually unforeseen and minimally or not at all related to their dosage. Such activation is not only based on the pharmacological character of the drug but also various environmental factors and the individual?s genetic makeup. Allergy is traditionally categorized into the four groups of Gell and Coombs. Such allergy is usually based upon specific activation of certain cells through antibody receptors on the cell-surface but the immune system can also be activated unspecifically, irrespective of antibody receptors, through pharmacological actions or by unknown mechanisms. Non-steroidal anti inflammatory drugs (NSAIDs) can cause allergic reactions either directly or indirectly. Because of the extensive usage and usefulness of NSAIDs in medicine, these allergic side effects cause a large and difficult problem within the health system. This article discusses in depth the causes and pathology of the different disease forms caused by immune reactions to NSAIDs, with emphasis on describing why some people with asthma may feel a serious, temporary worsening of the disease after ingestion of NSAIDs. Finally, diagnostic approaches to NSAID allergies are discussed.
Þekking á hliðarverkunum lyfja er stór þáttur í nútíma læknisfræði en talið er að um 25% allra hliðarverkana stafi af ræsingu ónæmiskerfisins. Ólíkt flestum öðrum hliðarverkunum eru ónæmisviðbrögð við lyfjum iðulega ófyrirséð og að litlu eða engu leyti tengd skammti lyfsins. Slík ræsing er ekki einungis háð gerð lyfsins heldur líka ýmsum umhverfisþáttum og erfðauppbyggingu einstaklingsins. Ofnæmi er samkvæmt venju skipt í fjóra meginflokka Gell og Coombs. Slíkt ofnæmi byggir oftast á sértækri virkjun vissra fruma gegnum mótefnaviðtaka á yfirborði frumanna en að auki getur ónæmiskerfið ræsts ósértækt framhjá mótefnaviðtökum gegnum lyfhrif eða eftir óþekktum leiðum. Salílyf (Non-steroidal anti inflammatory drugs, bólgueyðandi gigtarlyf) geta valdið ofnæmiseinkennum bæði með sértækum og ósértækum hætti. Vegna umfangsmikillar notkunar og notagildis salílyfja í læknisfræði er því oft um mikið og erfitt vandamál að ræða. Í þessari grein er fjallað ítarlega um orsakir og meingerð hinna mismunandi sjúkdómsmynda sem hljótast af slíkum ónæmisviðbrögðum. Einnig er sérstaklega fjallað um helstu ástæður fyrir því að sumir einstaklingar með astma geta fengið alvarlega, tímabundna, versnun á sínum sjúkdómi eftir töku salílyfja. Að endingu er gerð grein fyrir -aðferðum sem í boði eru til greiningar salílyfjaofnæmis
Þekking á hliðarverkunum lyfja er stór þáttur í nútíma læknisfræði en talið er að um 25% allra hliðarverkana stafi af ræsingu ónæmiskerfisins. Ólíkt flestum öðrum hliðarverkunum eru ónæmisviðbrögð við lyfjum iðulega ófyrirséð og að litlu eða engu leyti tengd skammti lyfsins. Slík ræsing er ekki einungis háð gerð lyfsins heldur líka ýmsum umhverfisþáttum og erfðauppbyggingu einstaklingsins. Ofnæmi er samkvæmt venju skipt í fjóra meginflokka Gell og Coombs. Slíkt ofnæmi byggir oftast á sértækri virkjun vissra fruma gegnum mótefnaviðtaka á yfirborði frumanna en að auki getur ónæmiskerfið ræsts ósértækt framhjá mótefnaviðtökum gegnum lyfhrif eða eftir óþekktum leiðum. Salílyf (Non-steroidal anti inflammatory drugs, bólgueyðandi gigtarlyf) geta valdið ofnæmiseinkennum bæði með sértækum og ósértækum hætti. Vegna umfangsmikillar notkunar og notagildis salílyfja í læknisfræði er því oft um mikið og erfitt vandamál að ræða. Í þessari grein er fjallað ítarlega um orsakir og meingerð hinna mismunandi sjúkdómsmynda sem hljótast af slíkum ónæmisviðbrögðum. Einnig er sérstaklega fjallað um helstu ástæður fyrir því að sumir einstaklingar með astma geta fengið alvarlega, tímabundna, versnun á sínum sjúkdómi eftir töku salílyfja. Að endingu er gerð grein fyrir -aðferðum sem í boði eru til greiningar salílyfjaofnæmis
Original language | Icelandic |
---|---|
Journal | Læknablaðið |
Publication status | Published - 1 Jul 2004 |
Other keywords
- Ofnæmi
- Lyf
- LBL12
- Fræðigreinar
- Anti-Inflammatory Agents
- Drug Hypersensitivity
- Adverse Effects
- Anti-Inflammatory Agents, Non-Steroidal