Megrun meðal íslenskra unglinga og tengsl við líkamsmynd, sjálfsvirðingu og átröskunareinkenni

Sigrún Daníelsdóttir, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Jakob Smári

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Athuguð var tíðni megrunar meðal íslenskra unglinga eftir kyni og aldri. Einnig var athugað hvort þeir sem hefðu farið í megrun væru frábrugðnir öðrum unglingum hvað varðar sjálfsvirðingu, líkamsmynd og átröskunareinkenni. Gögnin sem unnið var með voru fengin úr könnun Rannsókna og greiningar ehf., Ungt fólk 2000. Þátttakendur voru 6346 nemendur í 9. og 10. bekk í öllum grunnskólum á íslandi vorið 2000. Þriðjungur unglinganna hafði farið í megrun á árinu, þar af voru stúlkur í miklum meirihluta. Helmingur stúlknanna hafði farið í megrun en 14% stráka. Lítilsháttar aukning varð á tíðni megrunar milli árganga hjá stúlkum, en minnkun meðal drengja. Unglingar sem höfðu farið í megrun höfðu minni sjálfsvirðingu, verri líkamsmynd og fleiri einkenni átraskana en þeir sem ekki fóru í megrun. Stúlkur höfðu almennt minni sjálfsvirðingu, verri líkamsmynd og fleiri átröskunareinkenni en drengir. Þær voru einnig mun líklegri til að teljast í áhættuhópi fyrir átraskanir. Niðurstöður benda til þess að um það bil tíundi hver unglingur teljist í áhættuhópi fyrir átraskanir og höfðu flestir þeirra farið í megrun á árinu. í umræðukafla er fjallað um niðurstöður í tengslum við aðrar rannsóknir og hugmyndir settar fram um forvarnir gegn átröskunum.
The current study assessed the prevalence of dieting among Icelandic adolescents and its distribution across gender and age groups. Differences were assessed in self-esteem, body image and eating disorder sympoms between those who had been on a diet in the past year and those who had not. The data analysed came from a large cohort study, Young People 2000, done by the Centre for Social Research and Analysis in Iceland. The participants were 6346 students in grades 9 and 10, from every elementary school in the country during the spring of 2000. A third of the adolescents had dieted during the past year, the majority of whom were girls; half of the adolescent females and 14% of the males reported dieting in the past year. The prevalence of dieting was slightly higher among 10th grade females than 9th grade females, whereas the opposite pattern was found for males. Adolescents who had been on a diet in the past year had lower self-esteem, more negative body image and more eating disorder symptoms than those who had not been on a diet. Adolescent females in general had lower self-esteem, more negative body image and more eating disorder symptoms than adolescent males. They were also much more likely to be considered at risk for developing an eating disorder. Our results indicate that approximately one in ten adolescents may be considered at risk for an eating disorder and the majority of them had been on a diet in the past year. These results are discussed in light of previous research and suggestions are made for the prevention of eating disorders in Iceland.
Original languageIcelandic
JournalSálfræðiritið
Publication statusPublished - 2007

Other keywords

  • Megrun
  • Unglingar
  • Átraskanir
  • Sjálfsvirðing
  • Adolescent
  • Eating Disorders
  • Self Concept
  • Body Image
  • Diet

Cite this